Snorri býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Snorri Rúnarsson heiti ég og er á 20. aldursári. Undanfarin ár hef ég fylgst mikið með pólitíkinni hér í Eyjum. Ég sit í stjórn Eyverja, félagi ungra sjálfstæðismanna, áður sem ritari en nú sem varaformaður. Ég hef fylgst með flestum fundum bæjarstjórnar undanfarið ár og oft langað að tjá mig um ýmis málefni. Tel mig […]

Áfram Eyjar

Rut Haraldsdóttir

Það þekkja það allir sem hér hafa búið hversu nærandi það er að vera í daglegu návígi við okkar stórbrotnu náttúru og í kringum það góða fólk sem Eyjarnar byggja. Eins og svo margir var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í Vestmannaeyjum og hér hef ég kosið að vera. Þetta er það sveitar- og […]

Hannes stefnir á 5. sætið

Síðastliðin 20 ár hef ég þjónustað Vestmannaeyinga og gesti við Vestmannaeyjaflugvöll og er þar hvergi hættur. Nú er kominn tími til að gera meira og hef ég því ákveðið að bjóða mig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri. Með því vil ég leggja mitt af mörkum til að þjónusta […]

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til 7.mars

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum auglýsir nú eftir fólki til þátttöku í prófkjöri flokksins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fara mun fram laugardaginn 26.mars. Framboðum skal skilað á rafrænu formi á vefsíðu prófkjörsins https://xd.is/vestmannaeyjar-2022/ fyrir kl.16:00 mánudaginn 7.mars. Á vefsíðunni má einnig nálgast allar nánari upplýsingar um prófkjörið.Við hvetjum alla þá er áhuga hafa á bæjarmálunum og vilja […]

Lítum fram á veginn

Það er mikil gæfa að alast upp og búa í Vestmannaeyjum. Hefur mér gefist það einstaka tækifæri að taka þátt í bæjarmálum Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og vera þannig virkur þátttakandi í samfélaginu, byggja það og bæta. Á þessum tíma hef séð bæinn okkar bæði vaxa og dafna, sem og takast á við ýmsar áskoranir […]

Samstaða

Að alast upp í Vestmannaeyjum er ekki sjálfsagður hlutur. Ég tel mikinn sannleik fólginn í orðatiltækinu að vita ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur þar sem ég áttaði mig ekki á því hversu dýrmætt það er að alast upp, búa og starfa í eins þéttu og kröftugu samfélagi og Vestmannaeyjum fyrr en ég […]

Gísli Stefánsson stefnir á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Gísli Stefánsson stefnir á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Gísli greindi frá þessu á facebook síðu sinni í morgunn. “Síðustu 4 ár hafa verið mér lærdómsrík þegar kemur að þátttöku í pólitík. Ég hef setið sem nefndarmaður í fjölskyldu- og tómstundaráði ásamt því að vera formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja undanfarin tvö ár. Ég hef fundið meðbyr […]

Ekki náðist lágmarks þátttaka í prófkjör hjá H-listanum

Framboðsfrestur vegna prófkjörs hjá Bæjarmálafélaginu fyrir Heimaey rann út laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn. Tíu formleg framboð bárust í sæti á listanum. Samkvæmt samþykktum um prófkjörið átti að kjósa um fjögur efstu sætin og lágmarksþátttaka var að 6 einstaklingar biðu sig fram í þau sæti. Það bárust 4 framboð í fjögur efstu sætin. Prófkjörið verður því […]

Hildur Sólveig stefnir á 1. sæti

Ég flutti til Vestmannaeyja á 12. ári með einstæðri móður, engan veginn sátt með þá ráðstöfun á þeim tíma. Í dag er ég mömmu guðslifandi fegin að hafa haft kjark að flytja frá sínu stuðningsneti í þetta öfluga eyjasamfélag sem tók henni og mér opnum örmum og mótaði mig í þann einstakling sem ég er […]

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir gefur kost á sér

Nú hefur bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey ákveðið að bjóða aftur fram lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér aftur en prófkjör verður hjá félaginu þann 5. mars nk. Þau fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið mjög ánægjuleg en jafnframt krefjandi. Ég hef meðal annars haft […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.