Þokkalegri pysjuvertíð lokið

Pysjueftirlitið birti rétt í þessu lokatölur fyrir vertíðina 2023. Samtals voru 3.015 pysjur skráðar í eftirlitið í ár, þarf af 1.190 vigtaðar. Tímabilið í ár náði yfir 50 daga, sem er 14 dögum lengra en meðaltímabil síðustu 20 árin. Pysjueftirlitið hóf göngu sína árið 2003 og hefur því gögnum verið safnað í 21 ár. Síðustu […]
Fundu pysju á hálendi

Pysjueftirlitð fékk fregnir af pysju um daginn sem fannst dauð uppi á Biskupstungnaafrétti. Nánar til tekið við Sandvatn sem er um 80-90 km frá sjó. Var þetta eftir mikið sunnan hvassviðri sem gekk yfir landið fyrstu helgina í september. Greinilegt er að mikill vindur getur borið pysjur langt af leið. Þessi saga ætti að kenna […]
337 pysjur nú skráðar

Nú hafa 337 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið, þar af hafa 165 verið vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna er 251 grömm en það er í léttari kantinum. Pysjueftirlitið birti dreifinguna eftir dögum en Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands tók saman. (meira…)
Færri pysjur en að meðaltali síðustu 20 árin

Nú hafa 94 pysjur verið skráðar í Pysjueftirlitið, þar af 38 vigtaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu að Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur nú lokið að taka saman niðurstöður Pysjueftirlitsins frá upphafi þess árið 2003. Í línuritinu að neðan er að sjá dreifingu á lundapysjunum í ár og að færri pysjur eru komnar […]
Ætisskortur seinni part sumars seinkar pysjum

Starfsmenn frá Náttúrustofu Suðurlands kíktu nýlega í lundaholur í Stórhöfða og eru pysjur í um 60% þeirra og er um vika í að þær verði tilbúnar. Þetta kemur fram á facebook síðu Pysjueftirlitsins. Pysjurnar eru því nokkru seinna á ferðinni en hafði verið áætlað miðað við ástand þeirra í júlí. Þetta er svipað og gerðist […]
Pysjur enn að lenda

Pysjutímabilið virðist hafa náð hámarki fyrir um tíu dögum, en nú er búið að skrá tæplega tvö þúsund pysjur inn á vefinn lundi.is. En nú þegar líður að lokum pysjutímabilsins má búast við að þeim pysjum fjölgi sem eru litlar, léttar og vel dúnaðar. Þetta gerist á hverju ári, en vegna þess að meðalþyngdin í […]
Rúmlega 900 pysjur skráðar

Pysjutímabilið hefur heldur betur tekið kipp síðustu vikuna, en nú hefur 907 pysja verið skráð í kerfið á þessu tímabili. Rúmlega 400 þeirra hafa verið vigtaðar, meðalþyngd er 425 gramm, en sú léttast var 173 grömm og sú þyngsta 325 grömm. En það eru ekki bara pysjur sem yfirgefa holurnar sínar um þessar mundir, heldur […]
Tæplega 60 pysjur lentar

Á þessum tíma í fyrra var búið að skrá og vigta fleiri en 5.000 pysjur, tímabilið hafði náð hámarki 13. ágúst og var því í raun alveg búið áður en september rann upp. Nú ber annað við, en 57 pysjur hafa verið skráðar á vefinn lundi.is og þar af hafa 33 verið vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna […]
Pysjurnar loksins að lenda

Eftir mikla seinkun virðist pysjufjörið loksins vera að hefjast fyrir alvöru. Fyrsta pysjan fannst 16. ágúst og í venjulegu ári myndi pysjunum fjölga smám saman eftir það og fjöldinn nà hámarki 2-3 vikum síðar. En ekkert hefur gerst fyrr en núna síðustu daga. Talið er að ætisskortur sé að valda þessari seinkun. Nú hafa 20 […]
Pysjurnar lentar!

Fyrsta pysja þessa árs fannst við Kertaverksmiðjuna í nótt það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fangaði hana. Nú má reikna með að fari fleiri pysjur að finnast í bænum. Að því tilefni er vert að benda á að vefurinn lundi.is hefur nú verið opnaður fyrir skráningar, en mælst er til að allar pysjur sem finnast […]