Rannís með kynningarfund í Eyjum

Rannís heldur kynningarfund í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2, 2. hæð, mánudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Arnþór Ævarsson, Davíð Þór Lúðvíksson og Sigurður Snæbjörnsson, sérfræðingar á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, verða til viðtals og munu kynna annars vegar styrktarflokka Tækniþróunarsjóðs og hins vegar skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Allir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. […]