Eyjamaður á eldgosaslóð

Eldgos hófst á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag, en mbl.is greindi fyrst frá fréttunum, enda sáust eldglæringar vel í vefmyndavélum þeirra. Gosið er í vest­an­verðum Mera­döl­um, um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. En margir kannast við Stóra-Hrút, því hann var mikið genginn af forvitnum göngumönnum þegar gaus í Fagradalsfjalli, því gosi lauk í september […]

Almannavarnir virkja óvissustig vegna kvikusöfnunar á Reykjanesi

Almannavarnir hafa virkjað óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga, en þar hefur jarðskjálftahrina verið í gangi að undanförnu. Landris hefur þar mælst síðustu daga. Búið er að boða til íbúafunda í Grindavík á morgun þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult. Í […]