Helgistund í Stafkirkjunni

Þrettándagleðinni líkur formlega í dag klukkan 13:00 með helgistund í Stafkirkjunni þar sem Tríó Þóris Ólafssonar sér um tónlistina. Dagskrá helgarinnar (meira…)

Þrettándagleðin heldur áfram

Þrettándagleðin heldur áfram í dag með ýmsum hætti. Laugardagur 6. janúar 12:00-15:00 Fjölskylduratleikur jólakattarins í Safnahúsi 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum 13:00 Opnun myndlistarsýningar á verkum Steinunnar Einarsdóttur í Safnahúsi 13:30-15:30 Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni undir stjórn Fimleikafélagsins Ránar Dagskrá helgarinnar (meira…)

Gígja ráðin í starf safnstjóra Sagnheima

Staða safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns var auglýst laus til umsóknar 16. nóvember 2023 og var umsóknarfrestur til 30. nóvember sl. Samkvæmt auglýsingunni annast safnstjóri daglegan rekstur Sagnheima ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Safnahúss. Safnstjóri hefur með höndum yfirumsjón með munavörslu, skráningu og úrvinnslu safnmuna ásamt kynningu, m.a móttöku gesta, umsjón með safnkennslu og […]

Dagskrá Safnahelgar 2023

Safnahelgin hefst fimmtudaginn næstkomandi þar sem í boði verður fjögurra daga veisla. Hér fyrir neðan má kynna sér dagskrá helgarinnar. Fimmtudagur 2. nóvember 13:30-14:30 Safnahúsið: Ljósmyndadagur – Lifandi myndir frá 1973. 17:00-17:30 Stafkirkjan: Setning. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir. Tónlistaratriði flytja: Kitty Kovács og Júlíanna S. Andersen. 19:30- Eldheimar: Hugur minn dvelur hjá […]

“Til móts við Eldfell” opnar í dag

Vestmannaeyjabær býður í dag til opnunar á Til móts við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja,  kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt fólki […]

Dregið saman safn nýrra og eldri verka um Eldfell

Vestmannaeyjabær býður til opnunar á Til fundar við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, laugardaginn 9. september kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt […]

Safnahelgi – Saga, súpa og sýningar

Það þarf enginn á láta sér leiðast í dag. Fjörið byrjar klukkan 12.00 með Sögu og súpu í Safnahúsi þar sem viðfangsefnið er Gunnar Ólafsson á Tanganum og atvinnusaga Vestmannaeyja. Þátttakendur er Andrea Þormar, Helgi Bernódusson og Guðjón Friðriksson. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði. Seinni leikur ÍBV og Donbas frá Úkraínu er klukkan 14.00 og […]

Safnahelgi – Mál, menning og handbolti

Dagskrá Safnahelgar nær hápunkti í dag og hefst með bókakynningu í Safnahúsi kl. 12.00. Þær Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lesa úr nýjum bókum sínum í seríunni Bekkurinn minn. Bókabeitan kynnir ýmsar barnabækur. Klukkan 13.00 er yfirgripsmikið málþing um athafnamanninn Gísla J. Johnsen í Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Arnar Sigurmundsson, Helgi Bernódusson, Ívar Atlason, Kári […]

Safnahelgi – Eyjasund og KK

Safnahelgi heldur áfram í dag og enn er það Safnhús sem er miðpunkturinn. Þar mætir Sigurgeir Svanbergsson og lýsir í máli og myndum Eyjasundi sínu í júlí í sumar. Um kvöldið verður slegið í klárinn þegar KK mætir á Háloftið. Opnunartími safna: Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma. Sagnheimar 13-16 á laugardag. Frítt […]

Safnahelgi – Menningarveisla í tali, tónum, myndum og handbolta

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Fljótlega varð þetta að Safnahelgi, sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember sem nú er fram undan. Hefst hún á morgun, fimmtudag og stendur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.