Samið við Ljósið um þjónustu við fólk á landsbyggðinni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur styrkt Ljósið um 34 milljónir kr. til að veita fólki með krabbamein, sem búsett er á landsbyggðinni, og aðstandendum þeirra þjónustu með rafrænum hugbúnaði og bæta aðgengi íbúa um land allt að starfsemi Ljóssins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og munu fjármunirnir gera sérfræðingum Ljóssins kleift að auka […]

Vestmannaeyjabær fær 18 milljónir til ljósleiðaravæðingar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. […]

Samið við Mannvit um óháða úttekt á Landeyjahöfn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um að gera óháða úttekt á framkvæmdum í Landeyjahöfn. Mannvit átti lægsta tilboð í verkefnið í örútboði á vegum Ríkiskaupa, 8.060.000 kr. m. vsk., og fékk flest stig samkvæmt matslíkani Ríkiskaupa. Úttektinni verður lokið eigi síðar en 31. ágúst nk. Með þingsályktunartillögu í desember sl. fól Alþingi […]

Mannvit bauð lægst í úttekt á Landeyjahöfn

Ríkiskaup fyrir hönd Samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneytisins óskaði eftir tilboðum í úttekt á Landeyjahöfn þann 5. mars. Um er að ræða svo kallað örútboð. Úttektin byggir á þingsályktunartillögu um óháða rannsókn á Landeyjahöfn sem samþykkt var á Alþingi í byrjun desember. Þar kemur m.a. fram að eftirfarandi spurningum skuli svarað: Er hægt að gera þær úrbætur […]

Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við […]

Úttekt á Landeyjahöfn í örútboð

Í samvinnu við Ríkiskaup hefur verið ákveðið að leita hagkvæmustu tilboða í óháðaúttekt á Landeyjahöfn með örútboði, en það er formlegt ferli þar sem hagstæðasta tilboð er valið út frá valforsendum kaupanda. Stendur örútboðið til og með fimmtudagsins 17. mars. Að þeim tíma liðnum hefst matsferlið, þetta kom fram í samtali Þórmundar Jónatanssonar upplýsingafulltrúa hjá […]

Verkefni færð til Vestmannaeyja

Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is. Um er að ræða átaksverkefni til […]

Millilandaflug til Eyja og óháð úttekt á Landeyjahöfn

Nú í vikunni sendi meiri hluti umhverfis – og samgöngunefndar frá sér nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033. En það eru nokkur atriði sem tengjast Vestmannaeyjum í þeirri samgönguáætlun. Það sem helst ber á góma er flugið og hin umtalaða skoska leið. […]

Leggja til 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum einstaklinga

Flugvollur

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna hefur skilað skýrslu til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Til að jafna aðgengi landsmanna […]