Flug hefst að nýju til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Eyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Flug í kringum hátíðirnar verður með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs og er fólki bent á áætlun og upplýsingar um flug á vefsíðu […]
Eyjan græna

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru og hafa verið mitt hjartans mál. Ég hef sem þingmaður þessa kjördæmis talað lengi fyrir því í ræðu og riti að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði að vera skilvirkar. Sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fékk ég tækifæri til að efna þau loforð sem ég gaf og hef unnið sleitulaust […]
Störf án staðsetningar

Skýrsla um stöðu og framtíðarhorfur verkefnisins Störf án staðsetningar hefur verið gefin út á vegum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun 2018-2024 en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ráðuneytum og stofnunum þeirra verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er, þannig að […]
Tekjur sveitarfélaga jukust meira árið 2020 en spár gerðu ráð fyrir

Tekjur sveitarfélaga landsins jukust meira en útkomuspár gerðu ráð fyrir samkvæmt greiningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2020. Rekstrarkostnaður sveitarfélaga reyndist á hinn bóginn nokkuð hærri en áætlað var. Útlit er fyrir að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga verði nálægt áætlunum fyrir rekstrarárið 2021 miðað við gögn frá 49 sveitarfélögum. Gögnin sýna […]
Fundað um innanlandsflug í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Isavia Innanlandsflugvalla var haldinn í Vestmannaeyjum föstudaginn 12. mars. Þann sama dag funduðu Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla og stjórn félagsins, þau Matthías Imsland stjórnarformaður og meðstjórnendur Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Eva Pandora Baldursdóttir, með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, bæjarstjórn og ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn einnig. […]
Einfalda lagaumhverfi skipa

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir nýjum heildarlögum um skip. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Þá er þeim ætlað að veita stjórnvöldum nægilegar heimildir til að […]
Opnað fyrir umsóknir um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. […]
Engin viðbrögð frá ráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs

Þann 17. ágúst síðast liðinn átti bæjarráð fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. þar sem meðal annars var kynnt lögfræðiálit er varðar greiðslur ríkisins vegna grunnvísitölu og öryggismönnunar á skipinu. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá fundinum hafa engin önnur viðbrögð komið frá ráðuneytinu við erindi bæjarins en að svarið […]
Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Í dag kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra útspil sitt í flugsamgöngum til landsbyggðarinnar, Loftbrú. Loftbrúin byggir á hinni svokölluðu og margumræddu skosku leið. Loftbrú veitir öllum þeim sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum 40% afslátt af heildarfargjaldi á öllum áætlunarleiðum innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, […]
Sveitarfélög misjafnlega búin undir áhrif Covid-19

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga. Starfshópurinn áætlar að verulegur samdráttur verði í tekjum flestra sveitarfélaga miðað við áætlanir og að neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi alls rúmlega 33 milljörðum króna. Í niðurstöðum starfshópsins segir að gera megi ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða […]