Ólíkt hafast þau að
Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru eitt mikilvægasta hagsmunamál Vestmannaeyinga og því mikilvægt að bæjarstjórn þeirra sinni því. Fyrir þremur árum síðan kom nýr Herjólfur til landsins. Það tók mörg ár að hefja smíði skipsins þó það væri ein meginforsenda byggingar Landeyjahafnar. Margir lögðust gegn smíðinni meðal annars margir eyjamenn, þingmenn, skipstjórar Herjólfs og innviðaráðherra […]