Jöfnunarsjóður veitir framlög til að samþætta þjónustu sveitarfélaga í þágu barna

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur í samráði við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritað reglugerð um framlög á vegum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022 (nr. 1455/2021). Ráðherra hefur einnig samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggja á reglugerðinni. […]
Eyjan græna

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru og hafa verið mitt hjartans mál. Ég hef sem þingmaður þessa kjördæmis talað lengi fyrir því í ræðu og riti að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði að vera skilvirkar. Sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fékk ég tækifæri til að efna þau loforð sem ég gaf og hef unnið sleitulaust […]
Njáll eini Eyjamaðurinn á lista Framsóknar

Auka kjördæmisþing KSFS fór fram á Courtyard by Marriott hótel Keflavík laugardaginn 26. júní 2021 og á fjarfundi. Stjórn kjördæmasambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lagði fram eftirfarandi framboðslista fyrir Alþingiskosningar sem fara fram 25. september 2021, listinn var samþykktur samhljóða. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppur Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ […]
Sigurður Ingi hlaut 95,7% atkvæða

Átta voru í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fór í gær. Kosið var um fimm efstu sætin. Alls voru 3121 á kjörskrá, 1165 greiddu atkvæði sem gerir 37,5% kjörsókn. Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti á fundinum að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið. Sigurður Ingi […]
Rúmur helmingur sveitarstjórnarfulltrúa hefur orðið fyrir áreiti

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í liðinni viku á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga helstu niðurstöður könnunar um reynslu sveitarstjórnarfulltrúa af áreiti. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn, sem Dr. Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, vinnur að ásamt samstarfsfólki á starfsaðstæðum og viðhorfum kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa.Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að ríflega […]
Tryggð byggð – nýr samstarfsvettvangur um stuðning til byggingar húsnæðis á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt verkefni Tryggð byggð á fundi í Hofi, Akureyri síðdegis í gær, en það á að stuðla að stóraukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis utan suðvesturhornsins. Um er að ræða samstarfsvettvang allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni. Í gegnum Tryggða byggð verður […]
Fundað um innanlandsflug í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Isavia Innanlandsflugvalla var haldinn í Vestmannaeyjum föstudaginn 12. mars. Þann sama dag funduðu Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla og stjórn félagsins, þau Matthías Imsland stjórnarformaður og meðstjórnendur Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Eva Pandora Baldursdóttir, með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, bæjarstjórn og ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn einnig. […]
Opinn fundur með Sigurði Inga

Næstkomandi mánudag, þann 22. febrúar, verður haldinn opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Vestmannaeyjum. Fjallað verður um þau mál sem brenna á íbúum í Eyjum. Fundurinn hefst kl. 17 og verður haldinn í fjarskiptaforritinu Zoom. Nánari upplýsingar og hlekk á fundinn má finna á Facebook-viðburðinum “Þessi með Sigurði Inga í Vestmannaeyjum”. Slóð […]
Stefnt að því að hefja flug í næstu viku

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verða að tvær ferðir í viku, fram og til baka. Stefnt er að því að flugið hefjist í næstu viku. Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í september vegna minni eftirspurnar sem […]
Vestmannaeyjabær fær 18 milljónir til ljósleiðaravæðingar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. […]