Átta voru í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fór í gær. Kosið var um fimm efstu sætin. Alls voru 3121 á kjörskrá, 1165 greiddu atkvæði sem gerir 37,5% kjörsókn. Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti á fundinum að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið.
Þann 26. júní verður auka Kjördæmisþing á Marriott hótel í Keflavík þar sem allur listinn verður borinn til samþykktar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst