Myndaveisla í makrílnum og síldinni heilsað

„Kap VE landaði fyrstu síld vertíðarinnar miðvikudaginn 16. september og er farin á ný til veiða fyrir austan. Núna erum við að vinna síldarfarm úr Ísleifi VE. Lokalöndun makrílvertíðarinnar var 7. september úr Ísleifi, síðan tók síldin við,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Makríllinn hefur ekki verið kvaddur formlega í ár en meiri líkur en […]
Binni er bjartsýnn á loðnuvertíð

Útgerðarfyrirtækin sem hafa lagt áherslu á uppsjávarveiði hafa átt sögulegt fiskveiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnubrestur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá því að loðnuveiðar hófust við Íslandsstrendur árið 1963. Þetta hefur ekki einungis haft áhrif á fyrirtækin og sagði fjármála- og efnahagsráðuneytið að […]
Standa Helgi Seljan og RÚV enn við ósannindi sín um Vinnslustöðina?

Margumrætt skjal, sem kom í leitirnar hjá Verðlagsstofu skipaverðs og varðar útflutning á karfa, staðfastir svo ekki þarf um að deila að Helgi Seljan fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleipur um Vinnslustöðina í Kastljósþætti 28. mars 2012. Útvarpsstjóri getur í krafti reynslu sinnar og þekkingar úr fyrra starfi staðfest að þessi fullyrðing mín er […]
Framkvæmdastjóri VSV tjáir sig um Mannlífsslúður og lánamál ritstjórans

Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni gefur lítið fyrir slúðurklausu, í nýjasta tölublaðs Mannlífs, um samstarfið í stjórn Vinnslustöðvarinnar. Binni svarar því til að slúður dæmi sig oftast sjálft og sé sjaldan svaravert. Höfundur þessarar slúðursögu verðskuldi hins vegar athugasemd af sinni hálfu. „Ritstjóri Mannlífs og höfundur klausunnar er Reynir Traustason, sá er áður ritstýrði […]
Vinnslustöðin heldur kröfunni til streitu

Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa […]
Vinnslustöðin og Huginn halda makrílkröfu til streitu

Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en í gær lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Í frétt á Visir.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson […]
Afleiðingar lokunar alvarlegar

Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa verulegar áhyggjur af því hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir fyrirtæki sem reka fiskvinnslu fari svo að fyrirtækin verði lokuð í tvær vikur vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. „Þetta yrði högg fyrir þjóðarbúið,“ segir einn útgerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þungbært gæti orðið fyrir […]