Finnskur ráðherra, kokkar og fjölmiðlafólk í boði hjá VSV í Helsinki

Vinnslustöðin og nýtt dótturfélag hennar, VSV Finland Oy, kynntu á dögunum starfsemi sína, vörur og þjónustu í þremur boðum sama daginn í móttökusal sendiráðs Íslands í Helsinki. Matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason – Einsi kaldi í Vestmannaeyjum athafnaði sig í sendiráðseldhúsinu og galdraði fram rétti úr sjávarfangi fyrir allan gestaskarann, mat sem var fagur á diski og […]

„Hrognin eru að koma, gerið kerin klár“

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 80–100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. Loðnuhrogn eru nýtt á margvíslegan hátt en yfirleitt eru þau hrá við neyslu. Hreinlæti og ferskleiki skipta því afar miklu máli við framleiðsluna. En erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10–20 […]

Nýárspistill Binna – Besta rekstrarár í sögu Vinnslustöðvarinnar

Farsæl starfsemi Vinnslustöðvarinnar á liðnu ári – væntanleg kaup fyrirtækisins á Ós og Leo Seafood á nýju ári – hræringar í sjávarútvegi með sameiningu fyrirtækja – lýst eftir framtíðarsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Þetta og fleira í nýárspistli framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á fyrsta degi ársins 2023. Við áramótin lítum við um öxl og getum afar vel við […]

Stigalaus „rannsóknaritstjóri“ í vonlausri fallbaráttu

Í blaðinu Stundinni, 4. tbl. 2022, er fjallað í ítarlegu máli um kjörræðismann Íslands og fiskinnflytjanda í Belarus/Hvítarússlandi, Aleksander Moshensky, tengsl hans við einræðisherrann Lukasjenko þar í landi – bandamann Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Vinnslustöðin og framkvæmdastjóri hennar, Sigurgeir B. Kristgeirsson, koma við sögu í umfjölluninni þar sem langt er seilst.  Hugrenningartengslin sem Helgi Seljan, titlaður […]

Við upphaf nýs ár – frá framkvæmdastjóra

Ég óska starfsfólki Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyingum öllum gleðilegs og farsæls árs með þökk fyrir samstarf og samskipti á liðnum árum. Hver er sinnar gæfu smiður og gæfusmiðir fyrirtækis eru starfsfólk þess. Það sannaðist enn og aftur í tilviki Vinnslustöðvarinnar á árinu 2021. Áskoranir af ýmsu tagi tilheyra amstri dagsins en stærstu áskoranir undanfarinna tveggja ára […]

Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]

Vinnslustöðin hf. kaupir útgerðarfyrirtækið Hugin

Vinnslustöðin hf. hefur keypt Huginn ehf., útgerðarfélag í Vestmannaeyjum sem gerir út fjölveiðiskipið Hugin VE-55, ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Kaupsamningur var undirritaður í Eyjum á föstudaginn var, 29. janúar. Kaupverðið er trúnaðarmál kaupenda og seljenda. Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut í Hugin en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það […]

Íslendingar fá þriðjung loðnukvótans

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerðir um loðnuveiðar Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga í íslenskri lögsögu. Endanleg ráðgjöf frá Hafró er þó ekki komin og kvótinn gæti átt eftir að aukast. Greint er frá þessu á vef fiskifrétta. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 33.388 tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands. Færeyskum skipum er heimilt að veiða […]

Loðnan finnst, hún er þarna

Veru­leg von­brigði eru meðal loðnu­út­gerða yfir að ekki hafi fund­ist næg loðna til að Haf­rann­sókna­stofn­un sjái ástæðu til að auka út­gefna ráðgjöf fyr­ir loðnu í kjöl­far loðnu­leiðang­urs fimm skipa sem lauk á mánu­dag. Ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar stend­ur því óbreytt í 22 þúsund tonn­um og bend­ir allt til þess að afla­mark í loðnu verði veitt er­lend­um skip­um […]

Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni. Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu. Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum. Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur […]