Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli
Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]