Tíu milljarða markinu náð hjá Bergey VE

Bergey VE kom með fullfermi eða 70 tonn til Seyðisfjarðar síðast liðið mánudagskvöld. Uppistaða aflans var ýsa sem fékkst í Litladýpi og Berufjarðarálnum. Þessi veiðiferð markar tímamót í sögu skipsins því með henni fór aflaverðmæti þess yfir tíu milljarða múrinn en afli skipsins frá því það kom nýtt til landsins í ágústmánuði 2007 er 39.050 […]
Það getur borgað sig að hafa flugvél við hendina

Bergur- Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE. Viðhaldsstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Alfreðsson en hann er mikill áhugamaður um flug, hefur flugréttindi og á að baki um 1.600 flugtíma. Guðmundur á hlut í fisvél og eins flýgur hann vél af gerðinni Piper Warrior. Guðmundur segir að flugvélin komi oft […]
Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri, er nýlega kominn frá Noregi þar sem hann fylgist grannt með smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Það er norska skipasmíðastöðin Vard sem annast smíðina en alls er verið að smíða sjö eins togara fyrir íslensk útgerðarfélög á vegum stöðvarinnar. Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem lætur smíða Vestmannaey og Bergey. Guðmundur segir […]
Haustbragur á veiðunum

Dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, Bergur-Huginn, gerir út togarana Vestmannaey og Bergey. Eins og undanfarin ár hafa skipin lagt stund á veiðar út af Suðausturlandi og Austfjörðum á þessum árstíma. Aflanum er svo ýmist landað fyrir austan eða í Eyjum. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri, segir að veiðarnar hafi gengið vel síðustu vikurnar. „Það er haustbragur á veiðum […]
Mikill afli og ýsuveiðin aldrei meiri

Ágúsmánuður hefur svo sannarlega verið góður hjá Vestmannaey VE og Bergey VE en það er Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, sem gerir skipin út, segir í frétt á facebooksíðu Síldarvinnslunnar. Afli skipanna samtals í mánuðinum er 829 tonn af slægðum fiski en til samanburðar veiddu þau 661 tonn í fyrra. Heildarafli hvors skips á fiskveiðiárinu fer yfir […]