Góð veiði og góður fiskur

Á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað sl. sunnudag. Heimasíðan ræddi stuttlega við skipstjórana. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að túrinn hefði gengið vel og blíðuveður hefði verið á miðunum. „Við vorum mest á Gerpisflakinu en komum við á Skrúðsgrunni og Tangaflaki. Aflinn […]
Allir lönduðu fyrir austan

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 76 tonnum á Seyðisfirði á þriðjudaginn og Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Gullver hóf veiðar austur af landinu og endaði túrinn á hinu svonefnda Gula teppi. Vestmannaeyjaskipin hófu veiðar suður ef landinu en enduðu einnig á Gula teppinu. Gula teppið er á Skrúðsgrunni […]
Aflinn mest þorskur og ýsa

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Afli Bergs var 68 tonn og afli Vestmannaeyjar 65 tonn. Síldarvinnslan ræddi stuttlega við skipstjórana að löndun lokinni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli þeirra hafi mest verið þorskur og ufsi. „Við vorum að veiðum á Ingólfshöfða og á […]
Ágæt veiði en skítviðri framundan

Ísfisktogararnir Bergur VE, Vestmannaey VE og Gullver NS voru ýmist að landa fullfermi í gær eða á landleið með fullfermi. Öll voru skipin að veiðum austur af landinu. Bergur VE landaði í Neskaupstað í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðiferðin hafi gengið vel. „Það var fínasta veiði í Litladýpi […]
Líf og fjör fyrir austan

Það var líf og fjör í höfninni á Seyðisfirði á sunnudag og mánudag en það var landað yfir 300 tonnum úr fjórum skipum samstæðunnar segir á heimsíðu Síldarvinnslunnar. Vestmannaney landaði á sunnudagsmorgun 61 tonni og var uppistaða aflans þorskur. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var nokkuð sáttur með túrinn „Þetta var stuttur túr og var fiskað […]
Brælustopp

Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær og í dag landar Vestmannaey VE einnig fullfermi. Skipin munu bæði stoppa í landi meðal annars vegna bræluspár. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði í gær, í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að tveggja daga stopp væri framundan. „Það er norðaustan lurkur næstu daga og þá er eins […]
Kvótaárið byrjar vel

Kvótaárið hjá Vestmannaey VE og Bergi VE byrjar vel að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs – Hugins ehf og Bergs ehf. Arnar ræddi málið við vef Síldarvinslunnar í gær. Bergur landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld og Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað í gær. „Það er akki annað hægt að segja en að kvótaárið fari […]
Vestmannaey og Bergur landa í dag

Vestmannaey VE kom til Seyðisfjarðar í morgun og er að landa þar fullfermi. Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra er aflinn að mestu leyti þorskur. Vestmannaey hélt til veiða aðfaranótt föstudags og hóf veiðarnar á Víkinni. Síðan var haldið austur með og endað á Tangaflakinu. Bergur VE mun landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Jón […]
Nýtt kvótaár fer vel af stað

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Neskaupstað sl. sunnudag. Aflinn var þorskur og ýsa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við vorum á Glettinganesflakinu og þar var ágætis kropp. Fiskurinn sem þarna fékkst var líka mjög góður. Í túrnum gerði suðaustanbrælu og þá dró svolítið úr […]
Töluvert af fiski innan um síldina

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 82 tonnum í Vestmannaeyjum í fyrradag. Um 37 tonn af aflanum var ufsi en síðan var mest af þorski og ýsu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist í samtali við vef Síldarvinnslunnar vera ánægður með túrinn. „Þetta gekk bara býsna vel. Við byrjuðum á Pétursey og fórum austur á Höfða og síðan var […]