Sjötíu fulltrúar ÍBV á Símamótinu

Um sjötíu stelpur frá ÍBV keppa núna á Símamótinu í knattspyrnu sem haldið er ár hvert af Breiðabliki í Kópavogi. Mótið stendur nú sem hæst en það var sett á Kópavogsvelli á fimmtudag og stendur til morguns, sunnudags. ÍBV sendir fulltrúa frá 5., 6., og 7. flokki. (meira…)