Óttast að mannvirki fiskeldisstöðvarinnar valdi hættu fyrir sjófarendur

Lögð fram að lokinni auglýsingu skipulagsáætlanir í Viðlagafjöru á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni. Skipulagsáætlnir voru auglýstar ásamt umhverfismati áætlana á tímabilinu 21. september til og með 1. nóvember 2022. Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum; Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Náttúrufræðistofnun Íslands. Umsögn Minjastofnunar kallaði ekki á breytingar á tillögunni og umsögn Náttúrufræðistofnunar ítrekaði […]

Ný skýrsla um landeldi

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu […]

200 ný störf í Eyjum

Fiskeldi í Viðlagafjöru kom fyrst inn á borð bæjaryfirvalda sumarið 2019, en skrifað var undir samstarf um nýtingu lóðar í Viðlagafjöru sumarið 2021. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og forsvarsmenn framkvæmdarinnar hafa hagsæld samfélags Vestmannaeyja í fyrirrúmi og samstarf hefur gengið vel frá upphafi.“ segir Dagný Hauksdóttir, skipulags– og umhverfisfulltrúi. Framkvæmdaraðili áætlar að um 200 störf geti skapast […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Áforma seiðaeldi í stað fiskvinnslu inni í botni

Leo Seafood sendi nýlega greinargerð inn til framkvæmda og hafnarráðs þar sem óskað er eftir samtali um stækkun lóðar og byggingarreits við Strandveg 104. Forsaga málsin er sú að frá árinu 2018 hefur verið í undirbúningi að koma á fót starfsemi á 10 þús. tonna fiskeldi á laxi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið Sjálfbært fiskeldi […]

Vestmannaeyjar henta vel til fiskeldis

Áform um landeldi í Vestmannaeyjum eru langt á veg komin og stefnt að því að fyrstu seiðin fari út vorið 2023 og slátrun getið hafist í byrjun árs 2025. Innan fárra ára er stefnt að því að hefja fiskeldi á landi í Vestmannaeyjum. Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri félagsins Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri […]

Mat á umhverfisáhrifum fyrir landeldi í Vestmannaeyjum

Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum eldisstöðvar laxfiska á landi í Vestmannaeyjum. Tillagan er aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júlí 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is (meira…)

Fiskeldi í Viðlagafjöru – kynningarmyndband

Félagið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, sem undirbýr nú byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey, hefur látið útbúa kynningarmyndband um eldið og framkvæmdina. Það er verkfræðistofan Efla sem framleiðir myndbandið. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við verkefnið. Myndbandið sýnir á skemmtilegan hátt útlit og […]