Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu umhverfisvandamálum laxeldis en skoðanir hafa verið skiptar um framtíðarmöguleika þeirrar aðferðar.
Í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar HV 2022-33 er fjallað um landeldi á laxi sem einkum fer fram í endurnýtingarkerfum (e. recirculating aquaculture systems, RAS) og geta verið af ýmsum gerðum. Eiginleikum endurnýtingarkerfa er almennt lýst, auk þess sem saga tveggja frumkvöðlafyrirtækja í landeldi á laxi er rakin. Einnig er fjallað um greiningar á kostnaði við landeldi á laxi með hliðsjón af kostnaði í sjókvíaeldi. Loks er sjónum beint bæði til Íslands og út í heim og m.a. fjallað um áætlanir fyrirtækja í uppbyggingu landeldis á laxi, kolefnisspor og stóraukinn áhuga á landeldi.
Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar og hér má lesa greinina í heild sinni.
En í greininni kemur meðal annars fram í samantekt að landeldi sé töluvert umhverfisvænni kostur en sjóeldi. Staðsetning og nálægð við neytendamarkað hafi þó mikið að segja. Þeta er allt mjög áhugavert í ljósi fyrirætlana ILFS um uppbyggingu eldis í Viðlagafjöru, sem hefur þetta mikilvæga aðgengi að sjó og stutt er í útflutningshöfn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst