Langa fær 21 milljón úr matvælasjóði

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað 566,6 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 verkefna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóði, en í ár bárust 273 umsóknir um styrki. Fjögur fagráð voru stjórn […]
Auknar heimildir til strandveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og […]
Gaf út 140 þúsund tonna makrílkvóta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ákvörðun makrílafla íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlanthshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja árið 2021. Alls hefur markílaflinn verið ákvarðaður 140.627 tonn eða sem svarar 16,5% af samþykktum heildarafla á vettvangi NEAFC. Tilkynning Íslands um umræddan heildarafla hefur þegar verið send til NEAFC en […]
Aflamark í ýsu aukið um 8.000 tonn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að aflamark í ýsu verði aukið um 8.000 tonn þ.e. úr 44.419 tonnum í 52.419 tonn. Sú hækkun verður dregin frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022. Kristján Þór gerði ríkisstjórn í morgun grein fyrir þessari ákvörðun. Tilefni þessarar ákvörðunar eru erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á […]
Verðmunur til skoðunar

Atvinnuvegaráðuneytið setti fyrir þó nokkru síðan af stað sameiginlegt norrænt verkefni um verðmyndun í uppsjávarveiðum í Norður-Atlantshafi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greindi frá þessu á Alþingi í síðustu viku og sagt er frá á vef Fiskifrétta. Hann var þar að svara fyrirspurn frá Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar, um viðbrögð við tíðindum sem bárust […]
Kristján Þór staðfestir loðnuráðgjöf

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um […]
Loðnuleit heldur áfram

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess í gær fóru bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar ásamt þremur uppsjávarskipum til mælinga á loðnustofninum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun hefja mælingar út af Vestfjörðum en rs. Bjarni Sæmundsson mun leita og mæla á grunnslóð út af Norðurlandi. […]
Aukaframlag til loðnuleitar

Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum. Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og […]
Loðnuleit rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heimilaði nýverið grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq að stunda rannsóknir á loðnu innan íslensku efnahagslögsögunnar fyrir vestan og norðan Ísland á tímabilinu 20. til 28. nóvember síðastliðinn. Hafrannsóknastofnun hefur fengið öll gögn […]
Endurnýjaður samningur við Færeyjar um fiskveiðimál

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja náðu fyrr í vikunni samkomulagi um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna. Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu og í ár eða 5,600 tonn og […]