Sjómenn slíta kjaraviðræðum

Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir um nokkurt skeið og á umliðnum mánuðum hafa viðræður átt sér stað á milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og stéttarfélaga sjómanna um nýja samninga. Þær viðræður hafa verið bæði gagnlegar og málefnalegar, en því miður ekki leitt til þess að aðilar hafi náð saman um nýjan samning. Í gær kusu […]

Fiskveiðiáramót

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund […]

Afli í júlí var 87 þúsund tonn

Landaður afli í júlí 2021 var rúm 87 þúsund tonn sem er 2% minni afli en í júlí 2020. Botnfiskafli var tæp 29 þúsund tonn, 9% minni en árið 2020. Af botnfisktegundum var þorskur um 18 þúsund tonn sem er 9% minni afli en í júlí 2020. Uppsjávarafli var 55,6 þúsund tonn í júlí og […]

Minna af makríl en í fyrra

Norðmenn fundu töluvert minna af makríl í uppsjávarleiðangri sínum en í fyrra. Norðmenn voru með tvö skip sem dekkuðu svæðið milli Noregs og Íslands, allt norður undir Svalbarða og suður til Færeyja. Fiskifréttir greindu frá þessu í morgun. Mest fannst sunnarlega í Noregshafi en yngri makríll hélt sig í Norðursjó, að því er segir á […]

Makrílinn mestur austan við landið

Í lok júlímánaðar lauk rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátttöku sinni í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi sem hófst 5. júlí s.l. Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðaustur hluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er […]

Minna á bann við losun sorps frá skipum

Sorp í sjónum

Umhverfisstofnun hefur gefið út tvö ný veggspjöld til þess að árétta mikilvægi þess að koma í veg fyrir losun sorps frá íslenskum skipum í sjóinn. Nýju veggspjöldin eiga að vera um borð í öllum íslenskum skipum sem eru minnst 12 metrar eða lengri eins og fram kemur í viðauka V við MARPOL-samninginn. Tvær gerðir veggspjalda […]

Góður árangur á botnvörpu

Vefurinn Aflafréttir birtir fréttir með ýmsum upplýsingum um landaðan afla eftir bátum og veiðarfærum. Þar var birt frétt um helgina þar sem listaðir voru upp aflahæstu bátar með botnvörpu í júlí. Þar eru Vestmannaeyjabátar áberandi á  toppnum. Sæti Sknr Áður Nafn Heildarafli Fjöldi Mesti afli Veiðarfæri Höfn 1 2890 1 Akurey AK 10 1090.9 5 236.5 […]

Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“.  Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]

Uppsjávarafli dróst saman í júní

Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm […]

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun í þorski

Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 256.593 […]