Saka útgerðina um græðgi

„Sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir í 21 mánuð og reynt hef­ur verið til þraut­ar að ná kjara­samn­ingi, en óbil­girni út­gerðarmanna, hroki og græðgi koma í veg fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist,“ seg­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Sjó­manna­fé­lags Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og VM Fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna. Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far þess að fé­lög sjó­manna slitu viðræðum […]

Herjólfsdeilan á borð ríkissáttasemjara

Lítið gengur í samningaviðræðum Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. Sáttafundinum, sem haldin var í gærmorgun, lauk með ósk eftir aðkomu ríkissáttasemjara til að leiða viðræðurnar. Kjaradeilunni var fyrst vísað til ríkissáttasemjara í febrúar en lítið var um fundi á þeim vettvangi samkvæmt Jónasi Garðarssyni, formanni samninganefndar Sjómannafélags Íslands. Þrjár vinnustöðvanir voru svo boðaðar í júlí […]

Mjak­ast hefur í samn­ings­átt

Herjólfur Básasker

„Þetta er nú kannski ekk­ert voðal­ega skemmti­legt, það er öll ferðaþjón­ust­an og allt í Vest­manna­eyj­um garg­andi á okk­ur. Það er í ljósi þess kannski sem við ákváðum að fara í ákveðna vinnu með þeim Herjólfs­mönn­um sem á að vera lokið eft­ir fjór­ar vik­ur, skoða ákveðna þætti og gefa þessu smá and­rými. Það var nú eig­in­lega […]

Herjólfur III siglir verkfallsdaga

Áhafnarmeðilimir á Herjólfi í Sjómannafélagi Íslands hafa boðað til þriggja daga vinnustöðvunar 21.-23. júlí. Herjólfur III sinnir lágmarksþjónustu þá daga sem undirmenn Herjólfs sjómannafélagi Íslands eru í verkfalli. Fram kemur í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í kvöld að framkvæmdastjórn Herjólfs ohf. telur að tryggja þurfi með óyggjandi hætti öruggar samgöngur milli Vestmannaeyja og […]

Opið bréf til samgönguráðherra

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur III mönnuð verkfallsbrjótum sigldi frá Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar á hádegi miðvikudaginn 15. júlí síðastliðinn. Útgerð Herjólfs ohf. í eigu Vestmannaeyjarbæjar notar eigur ríkisins til verkfallsbrota og beitir launafólk lögleysu og ofríki. Hið opinbera hlutafélag í eigu bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum hefur brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms. Um er að […]

Að gefnu tilefni

Í yfirlýsingu sem Jónas Garðarsson f.h. Sjómannafélags Íslands sendi frá sér í gær beinir hann spjótum sínum að bæjaryfirvöldum og bæjarstjóra Vestmannaeyja og sakar þau um að vilja ekki gera kjarasamning við starfsfólk í Sjómannafélagi Íslands sem starfa umborð í Herjólfi. Jónas Garðarsson veit fullvel að þessir aðilar eru eigendur að félaginu en fara ekki […]

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brotið grunnréttindi launafólks

Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki. Bæjaryfirvöld í Eyjum beita […]

Mikilvægt að Eyjamenn og ferðaþjónustan í Eyjum átti sig á yfirgangi bæjaryfirvalda

Þrátt fyrir að Sjómannafélag Íslands fyrir hönd háseta og þerna um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi boðist til að fresta aðgerðum, þá hefur hið opinbera hlutafélag sem rekur Herjólf slegið á útrétta hönd fólksins sem bauðst til að fjölga um aðeins eina þernu og fresta verkfalli til að ná sáttum. Á þá sáttarhönd var slegið. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.