Sjúkraþyrluverkefnið í biðstöðu

Fram kom á fundi bæjarráðs á miðvikudag að bæjarstjórn fól bæjarstjóra að kanna við heilbrigðisráðherra hvernig vinnu miðar við tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um svar heilbrigðisráðuneytisins dags. 22. desember sl., þar sem m.a. kemur fram að tveggja ára tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu á Suðurlandi hafi átt að […]
Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér sameiginlega bókun á fundi sínum í síðustu vikur þar lýsir bæjarstjórn yfir miklum vonbrigðum með þá óásættanlegu stöðu sem skapaðist í síðustu viku þegar björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki til taks frá fimmtudegi til sunnudags vegna viðhalds og verkfalls flugvirkja. Vestmannaeyjar eru eyjasamfélag sem reiða sig, við erfiðar veðurfarslegar aðstæður, á […]
Endurvekja þarf sólarhringsvakt

Fáir skilja betur mikilvægi neyðarþjónustu en þeir sem búa á afskekktum stöðum eða á landfræðilega einangruðum svæðum. Þeir sem lenda í háska eða eru staddir vinnu sinnar vegna fjarri alfaraleiðum eins og sjómenn reiða sig jafnan á að ávallt sé til taks vel þjálfað björgunarfólk sem hefur yfir að ráða bestu tækjum og búnaði. Heilbrigðisþjónusta […]
Lög á deilu flugvirkja

Dómsmálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frumvarps sem lagt verður fyrir alþingi í dag sem bindur enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. Yfirlýsingin er svohljóðandi: “Landhelgisgæsla Íslands er ein af grunnstoðum öryggis- og almannavarna í landinu. Þörfin fyrir öfluga björgunarþjónustu er hvað brýnust á þessum tíma árs þegar dimmasta skammdegið fer í hönd. […]
Öryggi landsmanna ógnað

Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. […]
Trúi ekki að þessi staða sé komin upp

Engin þyrla á vegum landhelgisgæslunnar verður tiltæk í dag fimmtudag og föstudag, og jafnvel lengur, vegna verkfalls flugvirkja. Þyrlur landhelgisgæslunnar sinna yfirleitt sjúkraflutningum þegar ófært er fyrir venjulegt sjúkraflug frá Vestmannaeyjum en auk þess hafa þyrlur gæslunnar einnig aðkomu að alvarlegum slysum. Óljóst með flug næstu daga Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í […]
Yfirlýsing frá almannavarnanefnd Vestmannaeyja

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar en fyrir liggur að frá og með miðnætti á morgun, miðvikudaginn 25.11.2020, verður engin þyrla til taks hjá Gæslunni í a.m.k. tvo daga. Þetta er með öllu óviðunandi og getur ógnað öryggi íbúa í Vestmannaeyjum og sjófarenda ekki síst í því […]
Þyrla sótti veikan sjómann

Landhelgisgæslan sótti á ellefta tímanum í kvöld sjómann sem hafði verið við veiðar austur af Vestmannaeyjum og flutti til Reykjavíkur með þyrlu gæslunnar. Sjómaðurinn var veikur og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Eftir að veikindi mannsins komu upp var honum siglt til Vestmannaeyja, þangað sem hann var svo sóttur af Landhelgisgæslunni. Samkvæmt upplýsingum […]
Þyrla sótti sjúkling til Vestmannaeyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjúkling til Vestmannaeyja. Ekki var hægt að flytja sjúklinginn með flugvél vegna veðurs. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf tólf í kvöld. ruv.is greindi frá (meira…)
Gæslan sótti tvo sjúklinga til Eyja

Áhöfnin á TF-EIR sótti tvo sjúklinga til Vestmannaeyja á þriðja tímanum í dag. Vegna veðurs reyndist ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja. TF-EIR lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum þar sem tveir sjúklingar fóru um borð. Á bakaleiðinni var skyggni orðið slæmt og þegar komið var Lækjarbotnum í nágrenni Hólmsár var ákveðið að lenda […]