Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskipið til Vestmannaeyja þetta sumarið, þegar Sea Spirit lagðist að bryggju. Um borð í skipinu eru 112 farþegar og 73 í áhöfn. Á heimasíðu Vestmannaeyjahafnar má sjá allar bókanir sumarsins. (meira…)
Mikil fjölgun á bókunum skemmtiferðaskipa milli ára
Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa var til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar kom fram að mikil fjölgun er á bókunum skemmtiferðaskipa milli ára og nauðsynlegt að huga að móttöku þeirra þar sem núverandi aðstaða er á köflum fullnýtt. Búið er að bóka 124 skip til Vestmannaeyjahafnar sumarið 2023 sem er […]
86 skemmtiferðaskip bókuð í sumar
Töluverð umsvif eru hjá Vestmannaeyjahöfn þessa dagana og er verið að vinna að því að undirbúa höfnina fyrir sumarið. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Mikið hefur verið um skipakomur það sem af er ári þökk sé góðri vertíð. Í sumar er búið að bóka komur 86 skemmtiferðaskipa og kom fyrsta skipið til […]
Göngustígur frá Nausthamarsbryggju að Vigtartorgi
Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir tillögur varðandi bætta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip sem og íbúa, við Edinborgarbryggju og Nausthamarsbryggju. Gerður verði göngustígur frá Nausthamarsbryggju að Vigtartorgi sem tengir betur saman svæðin og auðveldar aðgengi. (meira…)
30 skemmtiferðaskip komið það sem af er sumri
Það sem af er sumri hafa um 30 skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjahafnar. Veðrið í sumar hefur verið mjög hagstætt og því eingöngu örfá skip þurft að snúa frá vegna veðurs eða sjólags. Við höfum tekið á móti rúmlega 7000 farþegum sem er mikil búbót fyrir höfnina sem og samfélagið allt. Hér að neðan er listi […]
Höfnin gæti orðið af 40 milljónum
Ekkert skemmtiferðaskip hefur komið til Vestmannaeyja það sem af er ári en 90 skip höfðu boðað komu sína til Eyja í sumar. „Það er ekki búið að afpanta allt svo hugsanlega gætu komið einhver skip seinni part júlí eða í ágúst en þetta er samt allt óljóst enn þá“, sagði Andrés Sigurðsson Yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn. […]