Fjölmennasta Skötumessan til þessa
Skötumessan í Garði var haldin að kvöldi 19. júlí. Um 500 gestir sóttu viðburðinn og ilmur af kæstri skötu, saltfiski og plokkfiski með tilheyrandi meðlæti fyllti íþróttahús Gerðaskóla. Í hópi gesta mátti sjá fjölda brottfluttra Vestmannaeyinga. Eyjamaðurinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður var veislustjóri en hann er helsti frumkvöðull hinnar árlegu Skötumessu á sumri. Boðið var upp […]