Hálkublettir á Strandvegi

Óhapp varð núna fyrir stundu þegar glussaslanga í gröfu sprakk þegar vélin var stödd á Strandvegi til móts við Krónuna. Greiðlega hefur gengið að hreinsa upp þá yfirborðsolíu sem var á götunni með aðstoð sóparabílsins en töluvert hafði borist áfram með umferð m.a. niður á Tangagötu. Segir í tilkynningur frá Slökkvilið Vestmannaeyja. Svæðið afmarkast að […]

Olíuslys við Klett

Óhapp varð á fjórða tímanum nú í dag þegar Díselolía sem verið var að dæla á vörubíl lenti á götunni við bensínsöluna Klett á Strandvegi frá þessu er greint á facebook síðu slökkviliðsins. Greiðlega gekk að hreinsa upp þá yfirborðsolíu sem var á götunni og sá m.a. sóparabíllinn um að skúra upp óhreinindin. Svæðið afmarkast […]

Bygging slökkvistöðvar á áætlun

Framvinduskýrsla vegna  að Heiðarvegi 14 var lögð fyrir framkvæmda og hafnarráð í vikunni þar kemur fram að verkið er á áætlun og gengur vel. Búið er að fylla upp og slétta jarðveg austan og vestan við slökkvistöð verið er að vinna í jarðvegsskiptum framan við þjónustumiðstöð vegna stigahúss, plans og veggja en þar er mikið […]

Nú fara hlutirnir að gerast hratt

Slökkvistöð

Með hækkandi sól, afléttingu á bönnum og fækkun á Covid 19 tilfellum fer vonandi að verða pláss fyrir fleiri jákvæðar og skemmtilegar fréttir á samfélagsmiðlunum. Eins og gefur að skilja hafa undanfarnar vikur verið meira og minna undirlagðar af Covid 19 og hefur fátt annað komist að. Með þessum orðum hefst pistill sem Friðrik Páll […]

Skóflustunga tekin að nýrri slökkvistöð

Í hádeginu í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri slökkvistöð að Heiðarvegi 14. Um er að ræða byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Það er byggingarverktakinn 2Þ ehf sem annast verkið en áætlað er að hefja […]

Fleiri ungir ökumenn látast af völdum textasamskipta í akstri en ölvunarakstri

112-dagurinn verður haldinn í dag,11. febrúar, eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin, Samgöngustofa og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og […]

2Þ átti lægsta tilboð í nýja slökkvistöð

Nú fyrir stundu voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði undir kostnaðaráætlun sem var kr. 455.831.100. 2Þ ehf.  bauð kr. 407.591.617 og Steini og Olli […]

Eldur í bíl

Slökkviliðið var ræst út núna í hádeginu þegar tilkynnt var um eld í ökutæki sem lagt hafði verið í stæði, nálægt húsnæði við Hásteinsveg. Þegar fyrsti bíll kom á vettvang var mikill hiti og reykur í bílnum og laus eldur í vélarrými sem var farinn að teygja sig í mælaborðið. Upphafseldur var fljótt slökktur með […]

Ruslatunnubruni upplýstur

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst út í gær vegna bruna í ruslatunnu við Kviku menningarhús. Tryggvi Kr. Ólafsson sagði í samtali við Eyjafréttir að málið væri upplýst þar hefðu verið á ferðinni ungir drengir á aldrinum 13-15 ára. Höfðu þeir hent flugeldi í tunnuna þannig að það kviknaði í henni.  Eina tjónið var á tunnunni sem […]

Útköll og æfing

Það sem af er ári hefur slökkviliðið verið ræst tvisvar sinnum út af Neyðarlínunni. Í fyrra skiptið þann 4.janúar þar sem bregðast þurfti við vatnsleka í gistihúsi vegna krapa og hláku og svo aftur í gærkvöldi þegar tilkynnt var um eld í ruslakari sem stóð upp við útvegg á menningarhúsinu Kviku. Greiðlega gekk að slökkva […]