Biðla til fólks að hætta þessari iðju

Undanfarna daga höfum við fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu segir í tilkynningu á facebook síðu Slökkviliðs. Vestmannaeyja Í hádeginu á föstudaginn sl. kviknaði í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga. Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus […]

Hætta skapaðist á gróðureldi

Litlu mátti muna í gær að gróðureldur britist úr í trjálundi ofan við Skansinn þegar það sem í upphafi átti að vera lítill sykurpúðavarðeldur byrjaði að fara úr böndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vsetmannaeyja. Þarna er lítið eldstæði sem búið var að bæta helst til of miklu timbri á með þeim afleiðingum […]

Útlit fyrir leysingar og hálku

Gangi veðurspáin fyrir næstu daga og viku eftir þá lítur út fyrir að það hlýni töluvert frá því sem nú er ásamt því að spáð er rigningu og roki. Við þessar aðstæður getur skapast mikil hálka og fólk því hvatt til að fara varlega. Slökkvilið Vestmannaeyja hvetur fólk til að huga að og moka frá […]

Ný slökkvistöð vígð að viðstöddum ráðherra

Ný og glæsileg slökkvistöð var formlega vígð um goslokahelgina að viðstöddum Innviðaráðherra. Slökkvistöðin var þá opin og til sýnis almenningin. Margt var um manninn og kátt á hjalla. „Allt of lengi höfum við þurft að bíða eftir að Slökkvilið Vestmannaeyja fengi húsnæði sem hæfir starfseminni og mikilvægi þess fyrir samfélagið okkar. Nú er loksins risin, […]

Slökkviliðið veður gervireyk í verbúðinni

Húsnæði verbúðarinnar sálugu í Vinnslustöðinni gegnir göfugu hlutverki æfingavettvangs slökkviliðs og lögreglu í Vestmannaeyjum og skilar því svona líka ljómandi vel. Fólk á ferð um hafnarsvæðið kann að verða vart við umferð lögreglu- eða slökkviliðsmanna við gamla innganginn í VSV og heldur að eitthvað dramatískt sé að gerast. Skýringin er nú ekki dramatískari en svo […]

Mikið tjón í eldi við sorpeyðingarstöð

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld(29.12) þegar tilkynnt var um eld í bíl á athafnasvæði sorpeyðingarstöðvarinnar. Þetta kemur fram á Facebooksíðu slökkviliðsins.Þegar að var komið reyndist mikill eldur vera laus í þremur bílhræjum sem biðu förgunar auk sorphirðubíls Kubbs ehf.Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og eftir að mesti eldurinn […]

Slökkvistöðin rís

Nýja slökkvistöð Vestmannaeyja er að taka á sig glæsilega mynd. Stöðin mun standa við Heiðarveg 14 norðan eldra húsnæðis slökkviliðsins. Á 264. fundi framkvæmda og hafnarráðs Vestmannaeyja, þann 22. júní s.l., var kynnt framvinduskýrsla Friðriks Páls Arnfinnssonar slökkviliðsstjóra. Fram kemur að búið sé að leggja raf- og pípulagnir, milliloft að miklu komin upp, starfsmannarými afmörkuð […]

Grunur um að kveikt hafi verið í bíl (myndir)

Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um logandi bifreið í portinu hjá Kubb, um kl. 21:00 í gærkvöldi.  Lítil hætta var á ferðum og lítið tjón þar sem bifreiðina var í úreldingu að sögn Heiðars Hinrikssonar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Slökkviliðið slökkti eldinn en grunur leikur á að kveikt hafi verið í bifreiðinni en á þessari […]

Nýja slökkvistöðin formlega risin

Í dag urðu tímamót í framkvæmdum að Heiðarvegi 14 þegar fánar voru dregnir að húni en þar með telst nýja slökkvistöðin formlega risin segir í færslu á facebook síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja. Vegna samkomutakmarkana og þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu var ákveðið að draga einungis fánana að húni í tilefni dagsins og bíða með […]

Dagur reykskynjarans

Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkvilið Vestmannaeyja sendi okkur ábendingu um að dagur reykskynjarans á morgun 1. desember. Hann vildi koma þessum ábendingum á framfæri. Þennan dag er gott að nota til þess að fara yfir ALLA reykskynjara á heimilinu. -skipta um rafhlöðu -yfirfara og prófa -endurnýja ef þörf krefur -og fjölga Reykskynjarar eru ein […]