Nýja slökkvistöð Vestmannaeyja er að taka á sig glæsilega mynd. Stöðin mun standa við Heiðarveg 14 norðan eldra húsnæðis slökkviliðsins.
Á 264. fundi framkvæmda og hafnarráðs Vestmannaeyja, þann 22. júní s.l., var kynnt framvinduskýrsla Friðriks Páls Arnfinnssonar slökkviliðsstjóra. Fram kemur að búið sé að leggja raf- og pípulagnir, milliloft að miklu komin upp, starfsmannarými afmörkuð með milliveggjum og meirihluti iðnaðarhurða komnar á sinn stað. Búið er að koma upp vatnsúðarakerfi og klæða loftið í salnum. Unnið er að tengingum loftræstingar og ljósa. Gluggar húss eru á landinu en hurðar á leiðinni. Salerni langt komin.
Eins og sjá má á myndum er einnig búið að moka upp planið austan við húsið og gera nýtt.
Þess má geta að stór hluti framkvæmda er endurskipulagning og endurbætur á þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar en mörg rými hússins verða samnýtt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst