Verkferlar varðandi snjómokstur

Á fundi framkvæmda – og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var snjómokstur tekinn fyrir. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti vinnu vegna endurbóta verkferla við snjómokstur eins og honum var falið á 284. fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 12.01.2023. (meira…)

Þökkuðu fyrir snjómokstur með kræsingum

Mikið hefur mætt á þá sem sinna snjómokstri hér í Eyjum í vetur enda verið með eindæmum snjóþungur. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar ásamt verktökum hafa lagt sig alla fram við að halda öllum götum og gangstígum eins auðförnum og kostur hefur verið og hafa margir dagar verið langir. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Það […]

Mokuðu snjó fyrir 55,7 milljónir

Snjómokstur í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Kostnaður vegna snjómoksturs í desember og janúar sl., er töluvert umfram fjárhagsáætlanir áranna 2022 og 2023. Við gerð áætlunar um snjómokstur í fjárhagsáætlunum er alla jafna miðað við meðalkostnað snjómoksturs undanfarinna ára. Í desember nam samanlagður kostnaður aðkeypts snjómoksturs um 36 m.kr og í […]

Skoða úrbætur á snjómokstri

Snjómokstur var til umræðu á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs. Yfirferð á núverandi verkferlum varðandi snjómokstur og næstu skref til að endurskoða verkferla voru meðal þess sem rætt var. Í niðurstöðu um málið felur ráðið framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að fara yfir verkferla með þjónustumiðstöð, verktökum, forstöðumönnum stofnanna bæjarins til að laga og koma með […]

Útlit fyrir leysingar og hálku

Gangi veðurspáin fyrir næstu daga og viku eftir þá lítur út fyrir að það hlýni töluvert frá því sem nú er ásamt því að spáð er rigningu og roki. Við þessar aðstæður getur skapast mikil hálka og fólk því hvatt til að fara varlega. Slökkvilið Vestmannaeyja hvetur fólk til að huga að og moka frá […]

Víða þungfært í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum varar við því í morgunsárið að víða í bænum getur verið þungfært vegna snjókomu og stundum sé mjög blint vegna skafrennings, lögreglan biður fólk að fara varlega en mokstur sé hafinn. (meira…)

Flugvél snjóaði inni í Eyjum

Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í gær að flugvél flugfélagsins Ernis snjóaði inni á Vestmannaeyjaflugvelli. “Vélin lenti hérna í gær og þá var bara að byrja að snjóa það þyngdist það hratt að ekki var hægt að koma henni á loft aftur. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist síðan ég byrjaði hérna […]

Allt á kafi í Eyjum (myndir)

Snjónum hefur kyngt niður í Vestmannaeyjum í allan dag, víða í bænum hefur færð spillst en snjómokstur er í fullum gangi. “Við erum að tjalda öllu til, við erum með öll okkar tæki úti og svo eru allir verktakar á fullu,” sagði Jóhann Jónsson forstöðumaður í áhaldahúsinu. Jóhann sagði moksturinn hafa gegnið hægt þar sem […]

X