Ljósin tendruð á Stakkagerðistúni á morgun
Á morgunn föstudaginn 24. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja tekur nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Aníta Jóhannsdóttir formaður fræðsluráðs og Viðar prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Eyjólfur Pétursson kveikja á trénu. Aldrei að vita nema að jólasveinarnir kíki við og heyrst […]
17. júní á Stakkagerðistúni
Þjóðhátíðardeginum er fagnað í dag í Vestmannaeyjum líkt og um land allt, en í dag marka 79 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum 1944. Bæjarbúar og gestir létu sig ekki vanta þó sólin hafi gert það. Skrúðganga var gengin í fylgd lögreglu frá Íþróttamiðstöðinni niður á Stakkó. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna […]
Ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni
Föstudaginn 25. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur létt jólalög og barnakór Landakirkju syngja. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð. Jólasveinar verða á staðnum og færa börnum góðgæti. Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á facebook […]
Danssýning GRV
í hádeginu í dag verður danssýning Grunnskóla Vestmannaeyja, nemendur í 1. – 5. bekk ásamt víkinni (5. ára deildinni) sýna dans. Líkt og í fyrra verður hún haldinn á Stakkó þar sem fleiri geta komið saman. Hún verður með svipuðu sniði og í fyrra, á milli 12:00 – 13:00. Foreldrar eru boðnir velkomin til að […]
K100 og Toyota á Stakkó á morgun
Útvarpsstöðin K100 sendir út frá Vestmannaeyjum á morgun föstudaginn 19. júní. Nánar tiltekið úr útsendingarhjólhýsi sínu sem staðsett verður á Stakkagerðistúni. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Vestmannaeyinginn Jón Axel innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað, fjallað verður um það helsta sem er að […]