Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]