Ný Suðurey kom til hafnar í Vestmannaeyjum (myndir)
Nýtt uppsjávarskip Ísfélagsins kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Strax verður hafist handa við að læra á skipið og skrá það í íslenska skipaskrá. Skipið fær nafnið Suðurey VE 11 með skráningarnúmer 3016. Stefnt er að því skipið verði klárt til veiða um áramótin. Skipstjóri verður Bjarki Kristjánsson og yfirvélstjóri Sigurður Sveinsson. […]