Ný stjórn kjörin hjá kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi kjördæmafélags Miðflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 23. mars sl.. Formaður var kjörin Patience A. Karlsson, varaformaður Tómas Ellert Tómasson, gjaldkeri Guðrún Kr. Jóhannsdóttir. Aðrir stjórnarmenn Guðni Hjörleifsson og Friðrik Ólafsson. Varamenn Elís Anton Sigurðsson og Eggert Sigurbergsson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa óskaði Sigmundur Davíð formaður flokksins nýjum formanni og nýrri stjórn […]

Sjálfstæðismenn rukka Bjarna um efndir

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi skorar á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra. Þetta kemur fram í áskorun kjördæmisráð sendi frá sér í vikunni þar segir einnig. “Samkvæmt ítrustu túlkunum á hinum svokölluðum „12-18 mánuðum,” þá er tíminn runninn upp, og rúmleg það. Suðurkjördæmi var eina landsbyggðarkjördæmið […]

1.400 kílómetrar!

Kjördæmavika Alþingis er að baki. Þá starfar þingið ekki heldur gefst alþingismönnum færi á að fara um kjördæmin sín og heilsa upp á fólk á heimaslóðum sínum. Allir þingmenn Suðurkjördæmis ferðuðust saman í kjördæmavikunni og hittu sveitarstjórnarfólk í síðustu viku. Að baki eru nær 1.400 kílómetra akstur og það segir sína sögu. Þingmenn funduðu með […]

Harma þá stöðu sem upp er komin

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis sendi nú rétt í þessu frá sér ályktun þar sem fram kemur að hörmuð er sú staða sem upp er komin í kjördæminu þar segir enn fremur að ekki standi til að dvelja við það sem liðið er. Ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis má lesa hér að neðan. Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem […]

Þingmennirnir sem hverfa

mkvæmt nýlegri könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjuna virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fallin. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Framsóknarflokkur (B), Sjálfstæðisflokkur (D) og Vinstrihreyfingin grænt framboð (V) dala allir frá síðustu kosningum. Skv. áætluðu þingmannatali gætu flokkarnir þrír aðeins fengið 30 þingmenn samanlagt og skortir því tvo til þess að halda naumum […]

Ný stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis kjörin

Aðalfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fór fram á veraldarvefnum laugardaginn 22. febrúar 2021. Þingmenn Suðurkjördæmis fóru yfir störf sín og stjórnmálaviðhorfið. Það kom fram í máli þingmanna og annarra fundargesta að staða Miðflokksins sé afar sterk í kjördæminu. Þá hefur deildum innan félagsins í kjördæminu farið fjölgandi uppá síðkastið og mikill sóknarhugur er í flokksfélögum fyrir komandi […]

Fjölmargir vilja fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Vilhjálmur stefnir á fyrsta sætið

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins stefnir á fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Yfirlýsingu Vilhjálms má sjá hér að neðan. Kæru vinir í Suðurkjördæmi, Ég man hvernig mér leið þegar ég náði fyrst kjöri á Alþingi, þá tæplega þrítugur að aldri. Mér fannst það mikill heiður að vera treyst fyrir því að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.