Sunnudagaskólinn settur næstu helgi

Siðasta helgistund sumarsins er nú liðin en nk. sunnudag 10. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla klukkan 11:00 og messu klukkan 13:00. Í tilkynningu frá Landakirkju segir að fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar […]

Fyrsti í sunnudagaskóla á sunnudag og nýr messutími

Fyrsti sunnudagaskóli haustsins verður nk. sunnudag 5. september kl. 11:00. Viðar og Gísli leiða stundina sem verður full af söng, gleði og lofgjörð. Sunnudagsmessan færist þá til kl. 14:00. Það er vel við hæfi að í fyrstu messu vetrarins verður barn borið til skírnar. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og sr. Gunnlaugur Garðarsson skírir og […]

Sunnudagaskóli og messa næsta sunnudag

“Með mikilli gleði hefjum við nú messuhald og sunnudagaskóla að nýju í Landakirkju.” segir í frétt á vef Landakirkju. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 með öllu fjörinu sem honum fylgir. Kl. 14. er síðan guðsþjónusta þar sem sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kitty og kórinn verða á sínum stað. Það ríkir […]

Sunnudagaskólinn í gang á sunnudag

Það er létt yfir í Landakirkju þessa dagana en starfið á haustönn hefur göngu sína á sunnudag. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína kl. 11:00 með pompi, prakt, gítarspili, söng og gleði og samfara því færist sunnudagsmessan til kl. 14:00. Fyrsti æskulýðsfundur vetrarins verður á sínum stað undir stjórn Gísla æskulýðsfulltrúa og leiðtoga kl. 20:00 og lofað […]

Sunnudagaskólinn fer af stað

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í Landakirkju nk sunnudag, 2. september og á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Verður allt sett á fullt með söng, sögu og gleði en þeir sr. Guðmundur og Gísli sjá um stundina. Hlökkum til að sjá alla (meira…)