Fuglar Vestmannaeyja
Veistu hvert sjósvalan fer yfir vetrartímann? Langar þig að sjá hvað lundar gera í holunum sínum? Er ritan miskunnarlaust foreldri? Er fýllinn í sérstöku sambandi við Sednu, gyðju hafsins? Í stuttum fyrirlestri í streymi á netinu sjáum við umfjöllun um þessa og fleiri fugla og skoðum óviðjafnanlega líffræðilega fjölbreytni tegundanna í Eyjum. Fyrirlesari er Rodrigo […]
Kvalarfullur dauðdagi fyrir fuglana
Ófögur sjón blasti við vegfarendum um Skipasand um í síðustu viku. Þar mátti sjá mikið magn af olíublautum fuglum sem höfðu skriðið þar á land eftir að hafa orðið fyrir mengun í eða við Vestmannaeyjahöfn. Óskar Elías Sigurðsson uppstoppari og fuglaáhugamaður sagðist í samtali við Eyjafréttir hafa talið sex mismunandi tegundir í það minnsta sem […]
Umhverfisstofnun biður veiðimenn að hlífa teistunni
Nú er svartfuglsveiðitíminn í algleymingi og ljóst að margir nýta sér að komast út á sjó þegar dúrar milli lægða. Teista hefur verið friðuð fyrir skotveiðum síðan árið 2017, enda á stofninn undir högg að sækja. Orsakirnar eru m.a. taldar vera afrán minks, en teistum er einnig mjög hætt við að lenda í grásleppunetum. Við […]
Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Eyjum í gær
Svartfuglinn settist upp í Ystakletti í Vestmannaeyjum í gær. Það hefur ekki gerst jafn snemma ársins í meira en 100 ár. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur fylgst með komutíma svartfuglsins í yfir 70 ár og faðir hans, Jónas Sigurðsson frá Skuld, gerði það einnig áratugum saman. Þeir hafa því skráð komutíma svartfuglsins í meira en 100 […]