Hjartanlega velkomin í Einarsstofu í dag kl. 16-19
Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur myndað allar útisundlaugar á landinu úr lofti og gaf nýlega út á bók undir nafninu 100 sundlaugar. Í dag, fimmtudaginn 3. ágúst mun hann opna ljósmyndasýningu með úrvali mynda úr bókinni í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja og verður Bragi á staðnum milli kl. 16 og 19. Sýningin opnar síðan aftur eftir Þjóðhátíð og […]
Of ung fyrir krabbamein?
Safnahúsið Vestmannaeyjum og Brakkasamtökin bjóða þér á ljósmyndasýninguna Of ung fyrir krabbamein? Saga Sóleyjar – Þórdís Erla Ágústdóttir Í Einarsstofu, 30. apríl kl 13:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fjallar um reynslu sína sem BRCA arfberi. Einnig munu Gunnar Bjarni Ragnarsson og Sóley Björg Ingibergsdóttir taka þátt í umræðum um BRCA og arfgeng krabbamein. Þá […]
Breyttur tími göngu um slóðir Júlíönu Sveins
Sýningin Ertu héðan? opnaði á laugardaginn í KFUM&K húsinu og í tengslum við hana stendur sýningarstjórinn, Vala Pálsdóttir, fyrir göngu um slóðir myndlistarkonunnar Júlíönu Sveinsdóttur. Fyrirhuguð ganga á fimmtudaginn verður færð á föstudaginn langa á sama tíma kl. 11. Spá fimmtudagsins gerir ráð fyrir sterkum vindi og mikill úrkomu og því hefur verið brugðið á […]
Fjölmenni við opnun sýningarinnar “Ertu héðan?” (myndir)
Það var margt um manninn þegar sýningin “Ertu héðan?” opnaði á laugardaginn í KFUM & K húsinu. Sýningastjórinn er Vala Pálsdóttir en sýningin er afurð meistararitgerðar hennar frá Listaháskóla Íslands og er útskriftarverkefnið hennar frá skólanum. Í ritgerðinni veltir Vala upp þeirri hugmynd að Vestmannaeyjabær taki að sér að halda utan um störf og ævi […]
Vestmannaeyjar eiga að hampa Júlíönu
Sýningin Ertu héðan? opnar á laugardaginn í KFUM & K húsinu. Sýningastjórinn er Vala Pálsdóttir en sýningin er afurð meistararitgerðar hennar frá Listaháskóla Íslands og er útskriftarverkefnið hennar frá skólanum. Í ritgerðinni veltir Vala upp þeirri hugmynd að Vestmannaeyjabær taki að sér að halda utan um störf og ævi Júlíönu Sveinsdóttur. „Ég hef lengi verið […]
Vona að Vestmannaeyingar taki álfinum hálfa vel og njóti
„Það er virkilega gleðilegt að vera komin með myndina hingað á mínar heimaslóðir,“ segir Hlín Ólafsdóttir, framleiðandi heimildamyndarinnar Hálfur Álfur, sem sýnd verður í Eyjabíói næstkomandi sunnudag. Hlín og leikstjórinn Jón Bjarki Magnússon hafa verið í Vestmannaeyjum undanfarin misseri enda er hún fædd og uppalin hér í Eyjum. „Við höfum verið að taka á því […]
Heimur hafsins
Skemmtileg dagskrá verður í Einarsstofu í dag laugardag klukkan 13:00 í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Ræðumenn eru þeir Nicholai Xuereb, meistaranemi í sjávarlíffræði og áhugaljósmyndari og Rodrigo A. Martinez katalónskur umhverfissinni og náttúrusérfræðingur. En umræðuefnið er hvalir og fuglar í vistkerfinu í Vestmannaeyjum. Erindið verður á ensku en útdrætti á íslensku verður dreift til […]
Heiður sé sjógörpunum Hilmari og Tedda
„Það hefur verið bæði fróðlegt og ánægjulegt að fara yfir sögu Hilmars Rósmundssonar og Theodórs Ólafssonar sem gerðu út Sæbjörgu VE 56. Þeir náðu ásamt áhöfn ótrúlegum árangri á litlum bát þegar þeir á árunum 1967 og 1968 voru aflahæstir á vertíð í Vestmannaeyjum. Slógu svo öllum við og voru hæstir yfir landið allt 1969. […]
Þórður Rafn opnar sjóminjasafn
„Upphafið var að ég var að henda netariðli á vertíðinni 1976 að ég rak tærnar í handfang á stórum gaslampa,“ segir Þórður Rafn Sigurðsson, skipstjóri og fyrrum útgerðarmaður Dala Rafns VE um sjóminjasafnið sem hann opnar í dag klukkan 13:00 í um 350 fermetra húsi hans við Flatir 23. „Rekist ég á eitthvað forvitnilegt tengt […]
Upphaf aldauðans II Sýning í Eldheimum
Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum, barnanámskeiðum og vinnustofum barna á fjórum stöðum á landinu. Verkefnið tengist útkomu bókar Gísla Pálssonar um FUGLINN SEM GAT EKKI FLOGIÐ. Fyrstu viðkomustaðir sýningarinnar voru í Ásmundarsal við Freyjugötu og Listagilinu á Akureyri. Eldheimar eru næsti viðkomustaður og sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:30 – 16:30 laugardaginn 21. […]