Netskákmót fyrir grunnskólanemendur á suðurlandi

Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Suðurlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum […]

Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skákþingi Vestmannaeyja 2020 lauk miðvikudaginn 4. mars síðast liðinn. Mótið hófst 16. Janúar sl., keppendur voru tíu talsins, níu umferðir voru leiknar og tími 60 mín. + 30 sek. á  leik. Tók hver umferð að jafnaði 2-3 klukkustundir. Teflt var í skákheimili TV við Heiðarveg á miðvikudagskvöldum og einnig ef með þurfti á eftir hádegi […]

Mikill kraftur í skákkennslu hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur gengið mjög vel frá því hún hófst að nýju hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir rúmlega einu ári. Kennt er í tveimur aldursflokkum í GRV 1.-3. bekk og 4.-7. bekk. Er kennslan í gangi flesta virka daga í skákheimili TV við Heiðarveg, rúmlega eina klukkustund í hvert sinn. Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson annast kennsluna […]

Heiðmar Þór og Jón Bjarki unnu Jólapakkamót Taflfélagsins

Skákkennslu krakka í Grunnskóla Vm. á vegum Taflfélags Vm. lauk með jólapakkamóti 15. des. sl. í skákheimili TV við Heiðarveg.   Alls tóku 20 krakkar þátt í mótinu en mun fleiri hafa tekið þátt í skákkennslu TV í haust.  Heiðmar Þór Magnússon var í 1. sæti í eldri flokknum , Ernir Heiðarsson í öðru sæti og […]

Jóhann Hjartarson sigurvegari á Beddamótinu

Fjölmennt og sterkt atskákmót til minningar um Bergvin Oddsson – Bedda á Glófaxa  fór fram  í húsnæði Þekkingarsetursins á laugardaginn. Keppendur voru alls 42 talsins , þar af fimm stórmeistrar og nokkrir alþjóðlegir skákmeistarar.  Atskákmótið var haldið af Taflfélagi Vestmannaeyja í samstarfi við fjölskyldu Bergvins, en Beddi tefldi mikið á yngri árum og var í […]

Fjölmennt atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa

Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa fer fram  laugardaginn 11. maí 2019 kl. 12.00-19.00 í húsnæði Þekkingar-seturs Vestmannaeyja 2. hæð (vesturhúsi Fiskiðjunnar)  að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum.  Bergvin Oddsson skipstjóri og útgerðarmaður lést 22. sept. sl.  75 ára að aldri.  Beddi  var til margra ár virkur í skáklífinu í Eyjum og í hópi öflustu bakhjarla […]

Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa

Taflfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að halda atskákmót laugardaginn 11. maí 2019  til minningar um Bergvin Oddsson – Bedda á Glófaxa – skipstjóra og útvegsmann í Vestmannaeyjum, í samstarfi við fjölskyldu hans. Bergvin féll frá 22. sept. sl. 75 ára að aldri. Bergvin tók virkan þátt í starfsemi TV fljótlega eftir að fjölskylda hans flutti til […]

Góður árangur skáksveita úr Eyjum á  Íslandsmóti skákfélaga

Um síðustu helgi 1.-2. mars  lauk seinni hluta Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík, en fyrri hlutinn fór fram í nóvember síðastliðnum. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvær sex manna sveitir á mótið, aðra í 3ju deild en hina í fjórðu deild. Alls tóku 17 keppendur frá TV þátt í keppninni um helgina. Sveit TV endaði í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.