Helgi Ólafsson gengur til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja

Stórmeistarinn Helgi Ólafsson er genginn í Taflfélag Vestmannaeyja á ný. Frá þessu er greint í frétt á vefnum skak.is. Hjá TV steig hann sín fyrstu skref á skáksviðinu á sjöunda áratugnum. Helga þarf vart að kynna fyrir íslenskum skákmönnum en afrekslisti hans er bæði langur og glæsilegur. Helgi var, ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og […]

Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu,  en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili  þess  ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum  minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]

Karl Gauti Hjaltason formaður Taflfélags Vestmannaeyja 

Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja  var haldinn í skákheimili TV 1. júní sl.  Í skýrslu stjórnar kom fram að  helstu póstar í starfsemi félagsins voru  Skákþing Vestmannaeyja 2023 , skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vm. og þátttaka í Íslandsmóti skákfélags 2022-2023.   TV sendi þrjár  sex manna sveitir á Íslandsmót skákfélaga  sem fram fór í Fjölnishöllinni í Grafarvogi í okt. 2022 og mars 2023 […]

Hallgrímur Steinsson, Skákmeistari Vestmannaeyja 2022

Skákþingi Vestmannaeyja  2022  sem hófst 31. mars  lauk  8. maí  í skákheimili Taflfélags  Vestmannaeyja að  Heiðarveg 9.  Keppendur á mótinu voru 10 talsins á öllum aldri og var 65 ára aldursmunur á yngsta  og elstu keppendum. Þetta sýnir að skákin spyr ekki um aldur þeirra sem tefla og taka þátt í skákmótum.   Tefldar voru níu […]

Skákþing 2022, skákkennsla og góður árangur á Íslandsmóti skákfélaga

Taflfélag Vestmannaeyja var með þrjár 6 manna sveitir á mjög fjölmennu  Íslandsmóti skákfélaga 2021-2022,  en seinnihluti mótsins fór fram í Fjölnishöllinni í Grafarvogi 5.-6. mars sl. Sveitirnar þrjár skipaðar félagsmönnum TV sem  ýmist eru búsettir í Eyjum eða á meginlandinu.  Alls voru tefldar sjö umferðir á mótinu, en fjórar fyrstu fóru fram í október 2021. Alls tóku […]

Skákkennsla TV í fullum gangi

Taflfélag Vestmannaeyja hefur undanfarin ár haldið úti skákkennslu fyrir ungmenni í GRV í skákheimilinu að Heiðarvegi 9.   Skákæfingar eru alla mánudaag og fimmtudaga kl. 17:30- 18:30. Einnig er í gangi skákmótaröð fyrir krakka alla miðvikudaga kl. 17:30 á sama stað.  Leiðbeinendur eru Sæmundur Einarsson og Guðgeir Jónsson stjórnarmenn í TV ásamt Eyþór Daða Kjartanssyni. Njóta […]

Góður árangur Taflfélags Vestmannaeyja á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2021-2022 fór fram í Egilshöll-Fjölnishöll í Grafarvogi helgina 30. sept.- 3. október sl. Síðari hluti mótsins fer fram á sama stað í mars 2022. Keppt var í 5. deildum, þe. úrvalsdeild og 1.-4. deild. Alls tóku 49 skáksveitir þátt í mótinu og voru sex keppendur í hverri sveit, en átta í úrvalsdeild. […]

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Pallamótinu í Eyjum

Öflugt atskákmót  Pallamótið – til minningar um Pál Árnason, múrara (1945-2021)  fór fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. júní sl.  í húsnæði  Þekkingarseturs Vm.  Keppendur voru 50 og voru tefldar sjö umferðir og umhugsunarími á skák 10 mín. og 5 sek á leik. Mótið hófst kl. 12 á hádegi af lokinni formlegri setningu.  Af þessum 50 […]

Öflugt atskákmót í Eyjum á laugardag

Taflfélag Vestmannaeyja  heldur atskákmót í Eyjum á  laugardaginn 5. júní nk. kl. 11.45-16.30. Mótið er jafnframt til minningar um Pál Árnason, múrara (1945-2021) sem var traustur félagi í TV í um langt árabil. Mjög góð þáttataka verður í mótinu og eru skráðir keppendur hátt í 50 talsins, þar af nokkrir stórmeistarar. Keppendur eru á öllum […]

Pallamótið – öflugt atskákmót í Eyjum laugardaginn 5. júní nk.

Taflfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að halda atskákmót í Eyjum laugardaginn 5. júní nk. Mótið er jafnframt til minningar um Pál Árnason, múrara ( 1945-2021) sem var traustur félagi í TV í um langt árabil. Þrátt fyrir erfið og langvarandi veikindi tók Páll þátt í Skákþingi Vm. 2018, 2019 og 2020. Á árinu 2021 verða liðin […]