Fab lab verður hluti af Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum á miðvikudag um drög að samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rekstur stafrænnar smiðju í Vestmannaeyjum. Starfsemi stafrænnar smiðju var rekin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í aðstöðu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þar til um síðustu áramót. Frumvarp liggur fyrir á Alþingi um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. […]
Öskudagur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Furðuverur sáust á sveimi um allan bæ í góða veðrinu í dag í tilefni af öskudegi. Þessir káttu krakkar eru hluti af þeim sem heimsóttu fyrirtækin í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og tóku lagið með góðum árangri. (meira…)
Fjölmenni á hádegiserindi um styrki fyrir sjávarútveg

40 manns tóku þátt á hádegiserindi í Þekkingarsetrinu, sem fram fór á Zoom þriðjudaginn 19. janúar s.l. Erindið bar heitið: Rannís styrki fyrir sjávarútveg og skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna – Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes. Frá upphafi árs 2018 hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Erindin hafa bæði farið fram í Þekkingarsetrinu og á […]
Tæplega 40 manns á hádegiserindi Þekkingarsetursins á Zoom

Í hádeginu á fimmtudaginn héldu Gísli Gíslason svæðisstjóri MSC í Norður Atlantshafi og Óskar Sigmundsson, framkvæmdastjóri þýska fisksölufyrirtækisins Marós í Þýskalandi mjög fróðleg og áhugaverð erindi um sjálfbærnivottanir í sjávarútvegi. Báðir eru þeir miklir reynsluboltar í sjávarútveginum, þekkja málefnið vel og hafa starfað í alþjóðlegum sjávarútvegi í tugi ára. Þeir höfðu frá ýmsu áhugaverðu að […]
Hörður Baldvinsson fer tímabundið í starf verkefnastjóra hjá ÞSV

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima verður lánaður í tímabundið 50% starf verkefnisstjóra hjá Þekkingarseturs Vestmannaeyja frá 15. ágúst 2020 til 31. mars 2021 í fjarveru og launalausu leyfi Páls Marvins Jónssonar framkvæmdastjóra. ÞSV hefur gert samkomulag við Vestmannaeyjabæ vinnuveitenda Harðar um þessa tilfærslu. Önnur verkefni Páls Marvins framkvæmdastjóra ÞSV hafa verið færð tímabundið yfir á annað […]
Nýsköpunarsjóður námsmanna opnar fyrir nýjar umsóknir

Við hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja viljum vekja athygli námsmanna á því að á vefnum rannis.is er nú auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Þekkingarsetrið veitir nemendum sem vinna að rannsóknarverkefnum er tengjast Vestmannaeyjum á einn eða annan hátt aðgang að vinnuaðstöðu og leiðsögn eins og kostur er og ef þess er óskað kynnt nemendur fyrir atvinnulífinu í Eyjum. Hvetjum […]
Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]
Þekkingarsetur Vestmannaeyja lokað fyrir almenning

Í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19 veirunnar og þeirra hertu takmarkanna í Eyjum varðandi samkomur þá verður Þekkingarsetur Vestmannaeyja lokað fyrir almenning þar til slakað hefur verið á þessum takmörkunum. Þeir sem þurfa nauðsynlega að ná í fyrirtæki og/eða stofnun innan ÞSV er bent á að hringja í viðkomandi stofnun. Einnig […]
Hádegiserindi um COVID-19 veiruna í beinni

Núna kukkan kl. 12:00 verður Sigurður Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU með erindi um kóróna veiruna í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, 2.hæð að Ægisgötu 2. Erindið verður sent beint út á facebook síðu Þekkingarseturstins en hana má finna hér að neðan. (meira…)
Kóróna veiran – Opið hádegiserindi

Á morgun miðvikudag, 26.2.2020, kl. 12:00 verður Sigurður Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU með erindi um kóróna veiruna og ræðir mögulegar aðgerðir til þess að sporna við útbreiðslu hennar. Haldið í fundar- og fyrirlestrasalnum Heimakletti í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, 2.hæð að Ægisgötu 2. (meira…)