Opinn fundur í Þekkingarsetri í beinni

Setrid

Nú fara fram fjórir forvitnilegir fyrirlestrar í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þetta er endurtekning á fyrirlestrum sem Eyjamenn fluttu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu  þann 17.-18. nóvember síðastliðin. Þar voru fjögur erindi sem flutt voru af eyjamönnum sem vöktu mjög mikla athygli. Þessi erindi verða nú endurtekin. Þar mun Íris Róbertsdóttir,bæjarstjóri fjalla um hvaða áhrif […]

Áslaug Arna – Störf í nýju ráðuneyti óháð staðsetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tyllti niður tá með skrifstofu sína í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar. Kom hún sér fyrir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem hún tók á móti gestum., auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki. Áslaug Arna hefur sett upp skrifstofu víða á landsbyggðinni og vill með því stytta boðleiðir um […]

Ráðherra með skrifstofu í Vestmannaeyjum á fimmtudag

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Á hverri starfsstöð verður ráðherra með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin í stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þá verða fyrirtækjaheimsóknir einnig […]

Opinn fundur SFS í Þekkingarsetrinu í dag

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er að hefja fundarröð um landið í dag og verður opinn fundur í Vestmannaeyjum í dag í Þekkingarsetrinu milli kl. 16:00 og 17:00 og er fundurinn öllum opinn. Fundurinn hefst með fyrirlestri tveggja starfsmanna SFS og einnig verður fyrirlesari frá Vestmannaeyjum. Boðið verður upp á hressingu á fundinum. Yfirskrift fundanna er: Það […]

Líflegur öskudagur í Þekkingarsetrinu

Furðuverur sáust á sveimi um allan bæ í góða veðrinu í dag í tilefni af öskudegi sem var flýtt þetta árið vegna veðurspár. Þessir káttu krakkar eru hluti af þeim sem heimsóttu fyrirtækin í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og tóku lagið í skiptum fyrir smá verðlaun. Við þökkum öllum krökkum kærlega fyrir komuna. (meira…)

Vestmannaeyjar – sjávarlíftæknivettvangur Íslands

Þriðjudaginn 21. sept. 2021 var verkefnið “Vestmannaeyjar – Sjávarlíftæknivettvangur Íslands“ ræst í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið hlaut styrk til eins árs úr Lóu – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur umsjón með. Hlutverk Lóu – Nýsköpunarstyrkja er að styðja við nýsköpun á landsbyggðinni og því er styrkjunum úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Þekkingarsetur Vestmannaeyja […]

Undirbúningur atvinnustefnu

Í bæjarráði Vestmannaeyja fyrr í dag var til umræðu atvinnustefna Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá stöðu vinnu við gerð slíkrar stefnu. Fram kom að Hrafn Sævaldsson, sem verið hefur verkefnastjóri verkefnisins, hafi nú látið af störfum hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Í hans stað hafi Setrið ráðið Evganíu Kristínu Mikaelsdóttur sem verkefnastjóra. Mun hún nú koma […]

Mikill áhugi á auglýstum störfum hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja

„Margar mjög góðar umsóknir hafa borist,“ segir Hörður Baldvinsson Framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar blaðamaður spurði um stöðu umsókna sem auglýstar voru nýlega  hjá Þekkingarsetrinu. Tíu umsóknir bárust um starf þjónustustjóra – bókara. „Það var sérstaklega ánægulegt að sjá hversu mikið er af mjög hæfileikaríku fólki hefur áhuga að vinna hjá okkur, en ætlunin er að […]

Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir

Mjög góð þátttaka var miðvikudaginn 28. apríl í hádegiserindi um sjávarútvegsmál í Þekkingarsetrinu, 40 manns tóku þátt þegar Hörður Sævaldsson, Lektor við Sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri hélt erindi sem bar yfirskriftina: Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir. Hörður byrjaði erindi sitt á að kynna til leiks ýmislegt fræðsluefni sem hann, í samstarfi við […]

Fab lab flytur á þriðju hæð Fiskiðjunnar

Síðan um áramót hefur Fab Lab í Vestmannaeyjum verið á götunni eftir að hafa misst húsaskjól sitt hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Því til viðbótar varð smiðjan hálf munaðarlaus þar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem Fab Lab smiðjurnar störfuðu undir, var lögð niður um áramótin. Nú horfir þó til betri vegar og mun Fab lab eignast nýtt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.