Konur fjárfestum í Vestmannaeyjum
Arion banki stóð fyrir fyrirlestri um fjárfestingar 11. apríl sl. í Visku. Þar var verkefnið Konur fjárfestum kynnt ásamt því sem farið var yfir grunninn að fjármálum og fjárfestingum. Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, kynnti verkefnið. Að auki þá fór Snædís Ögn Flosadóttir forstöðumaður á mörkuðum Arion banka yfir grunninn að fjárfestingum, lykilhugtök […]
Tilraunir á rauðátu hefjast í sumar
„Það er gaman að sjá þetta verða að veruleika og okkur hlakkar mikið til að prófa fullvaxin veiðarfæri“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur tekið rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson á leigu í sumar til tilraunaveiða á rauðátu. „Alls eru þetta allt að 10 til 14 dagar sem við skiptum í tvennt, líklega vika í […]
Áhugaverðum hafrannsóknum stýrt frá Vestmannaeyjum
Næsta sumar verða Vestmannaeyjar miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Ætlunin er að nota fjarstýrða kafbáta hlaðna hátæknibúnaði sem eiga að taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Bátarnir þurfa að koma upp á yfirborðið einu sinni á sólarhring til að senda gögn í gegn um gervihnött til rannsóknaskips á […]
Vel heppnuð starfakynning
Haldin var Starfakynning í Þekkingarsetri Vestmannaeyja í dag. Þar kynntu starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum störf sín og þá menntun sem þeir hafa. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á störfum í heimabyggð, ásamt því að efla sambandið milli skóla og atvinnulífs. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er […]
Spennandi starfakynning í Þekkingarsetrinu
Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir […]
Starfakynning í Þekkingarsetrinu 16. nóvember
„Ég er ráðherrabílstjóri í fæðingarorlofi . Er í mastersnámi í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst, hliðarverkefni við að ala upp barn,“ segir Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri starfakynningar sem haldin verður í Þekkingarsetrinu 16. nóvember nk. „Ég vann í fimm ár í ferðaþjónustu og þar á undan vann ég í 15 ár með unglingum, bæði í félagsmiðstöð […]
Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis
9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu, en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili þess ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]
Ársfundur Samtaka þekkingarsetra
Í tilefni af ársfundi Samtaka þekkingarsetra SÞS stóðu samtökin fyrir málþingi á Selfossi þann 29. ágúst sl. Til umfjöllunar voru þau verkefni og hlutverk sem setrin gegna á sínum svæðum og mikilvægi þeirra í samfélaginu, ásamt þeirri staðreynd að setrin sem mynda samtökin eru með lausa samninga við Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið / HVIN og hafa […]
Þekkingarsetur Vestmannaeyja hlaut 5.000.000 kr styrk fyrir rauðátu verkefnið
Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5.000.000 kr styrk fyrir verkefnið “Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar” úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 25 verkefni styrk úr Lóunni. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega […]
Rauðátuverkefnið – Fékk 20 milljóna styrk
„Það er mikil viðurkenning fyrir Þekkingarsetrið og Vestmannaeyjar í heild að fá 20 milljóna króna styrk til rauðátuverkefnisins frá Rannís og Tækniþróunarsjóði. Á vormisseri bárust sjóðnum 422 umsóknir og ákvað stjórnin að ganga til samninga um 84 verkefni á árinu fyrir ríflega 1.4 milljarða króna. Glæsilegt að vera í þeim pakka. Stuðningur sjóðsins til verkefnanna […]