Starfakynning í Þekkingarsetrinu 16. nóvember
2. nóvember, 2023

„Ég er ráðherrabílstjóri í fæðingarorlofi . Er í mastersnámi í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst, hliðarverkefni við að ala upp barn,“ segir Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri starfakynningar sem haldin verður í Þekkingarsetrinu 16. nóvember nk. „Ég vann í fimm ár í ferðaþjónustu og þar á undan vann ég í 15 ár með unglingum, bæði í félagsmiðstöð og í Fjölsmiðjunni,“ bætir Eyrún við sem hefur starfað með  Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur í nokkur ár. Segir mastersnámið eðlilegt framhald og nýja áskorun. Ein jólin brá hún sér í grunnbúðir Everest sem sýnir að Eyrún gerir það sem henni dettur í hug. 

 „Maður finnur sér alltaf ný verkefni og næsta skref er Starfakynningin 16. nóvember. Er það í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Kynningin verður í Þekkingarsetrinu og húsnæði Visku. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir nemendum Grunnskólans og Framhaldsskólans og öllum Eyjabúum. Hún heppnaðist mjög vel og ekki síður fyrsta kynningin sem var uppi í Framhaldsskóla.“ 

Eyrún hefur haft samband við flest fyrirtæki og stofnanir í bænum og kemur fjöldinn á óvart. „Eflaust hef ég gleymt einhverjum en þau sem ég hef haft samband við eru yfir 130. Bið ég þá sem ég ekki hafa heyrt frá mér að hafa samband því auðvitað viljum fá sem flesta. Ég hefði viljað vera búin að fá meiri viðbrögð frá þeim sem ég hef haft samband við og væri gaman að heyra frá fleirum, fyrirtækjum, einyrkjum, frumkvöðlum og stofnunum. Starfakynningin verður í einn dag. Fyrripart dags koma efri bekkir Grunnskólans og  nemendur úr Framhaldsskólanum og seinni partinn er opið fyrir almenning. Er full ástæða til að hvetja fólk til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Vestmannaeyjum.“  

Eyrún með soninn Harald.

Persónuleg og lifandi kynning  

Tilgangurinn með starfakynningunni er stefnumót atvinnulífsins við starfsmenn framtíðarinnar, íbúa og önnur fyrirtæki. Fyrirtæki eru hvött til að vera með, með fleiri þátttakendum verður kynningin áhugaverðari og árángursríkari. Markmiðið er persónuleg og lifandi kynning á starfsgreinum og starfsemi fyrirtækja í bænum. Með áherslu á fjölbreytni þeirra og jafnframt að skapa umræðu um þróunina. Kynningin verði stefnumót ólíkra fyrirtækja sem gæti jafnvel leitt til samstarfs. Gefa nemendum skólanna tækifæri til að fræðast um atvinnulíf í Vestmannaeyjum og þróun þess og sjá hvaða tækifæri eru í boði í heimabyggð. 

„Setrið hentar einstaklega vel fyrir kynningu eins og þessa. Flott staðsetning en um leið getur fólk fræðst um að það sem er að gerast í húsinu. Nóg pláss á tveimur hæðum og fyrir mig er þetta mjög spennandi. Það eru 20 ár síðan ég flutti héðan og gaman að sjá að í Vestmannaeyjum er allt til alls og meira til. Mikil uppbygging,“ sagði Eyrún sem hvetur þá sem ekki fengu póst að hafa samband, hægt er að senda póst á starfakynning@gmail.com. „Eins ef fólk er með einhverjar spurningar, endilega hafið samband og vonandi verður fullt hús. Þetta er tækifæri til að sýna hvað hægt er að gera í Vestmannaeyjum.“

Myndir frá Starfakynningunni í Setrinu 2018. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024
16. desember 2024
16:00
Dagskrá í Sagnheimum um sjóslysið við Eiðið fyrir 100 árum
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst