Þjóðhátíðin hennar Yrsu

Þýsk-franska sjónvarsstöðin Arte framleiddi á síðasta ári stuttmynd um Þjóðhátíð. Myndin var frumsýnd í þýska og franska sjónvarpinu fyrr á árinu og nú er hún aðgengileg á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar. Forsaga verkefnisins er sú að Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur var fengin til að velja og leikstýra þætti fyrir þessa flottu sjónvarpsstöð. Hún gat valið hvað sem var, […]

Forsala framlengd

Enn er óvíst með hvaða hætti Þjóðhátíðin verður haldin í ár, af þeim sökum hefur verið ákveðið að framlengja forsölu félagsmann þangað til ákvörðun hefur verið tekin. Gefnar verða út leiðbeiningar um breytingu á miðum eða mögulega endurgreiðslu á sama tíma. Þökkum ykkur kærlega fyrir biðlundina sem þið hafið sýnt okkur undanfarna mánuði (meira…)

Forsala félagsmanna framlengd til 20. júní

Forsala á þjóðhátíðarmiðum fyrir félagsmenn ÍBV íþróttafélags hefur verið framlengd til 20. júní þetta kemur fram í frétt á dalurinn.is. Þar kemur fram að þjóðhátíðarnefnd vinni nú að því í samráði við Almannavarnir að skoða hvort og þá hvernig mögulegt sé að útfæra hátíðina þannig að farið sé að ítrustu kröfum Landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins vegna […]

Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar

Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. […]

Bíða eft­ir nýj­um regl­um

Áfram er unnið að und­ir­bún­ingi Þjóðhátíðar í Vest­manna­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina og miðasala stend­ur yfir. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is Hörður Orri Grett­is­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar ÍBV, seg­ir að beðið sé eft­ir að mál skýrist um hvaða fjölda­tak­mark­an­ir verði í gildi þegar að hátíðinni kem­ur um mánaðamót­in júlí og ág­úst og aðrar regl­ur stjórn­valda. […]

Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð

ÍBV sendi núna seinnipartinn frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að vinna við undirbúning þjóðhátíðarinnar 2020 haldi áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Tilkynning þessi er send í framhaldi af fréttum dagsins um fjöldatakmarkanir við hátíðarhöld í sumar. Tekið er fram að öryggi gesta, listamanna, […]

Hátíðarhöld sumarsins takmörkuð við 2.000 einstaklinga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi þann 11. apríl minnisblað varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020 til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þórhallur leggur til að þeim takmörkunum á samkomum sem nú eru í gangi verði aflétt í nokkrum skrefum næstu mánuði með 3ja-4ja vikna millibilum. Einnig er lagt til að fjöldasamkomur hér á […]

Þurfum að búa okkur undir að þjóðhátíð verði ekki með eðlilegum hætti

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir mætti í ítarlegt viðtal í Ísland í dag hjá Frosta Logasyni. Þar rekur Þórhallur það hvernig málin hafa þróast frá áramótum þegar veiran rataði fyrst inn á borð til hans. Frosti spyr Þórólf um hvort hann telji líklegt að þjóðhátíð eða aðrar hátíðir sumarsins fari fram. Þórólfur svaraði því að það sé […]

Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir á Þjóðhátíð

Nú hafa fyrstu listamenn verið staðfestir á Þjóðhátíð í Eyjum – Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir. “Gauti hefur átt eitt allra vinsælasta lag landsins undanfarna mánuði – Malbik – og einn allra öflugasti skemmtikraftur landsins, stemningin sem hann mun ná í Herjólfsdal verður einstök. Emmsjé Gauti ásamt Króla – Malbik: https://www.youtube.com/watch?v=_cgIQDoCYCU Aldamótatónleikarnir hafa heldur betur stimplað sig […]

Þrettándinn og Fólkið í Dalnum á VOD-leigur

Heimildarmyndirnar Þrettándinn og Fólkið í Dalnum eru komnar á VOD-leigur Símans og Sýnar. “Væri ekki tilvalið að poppa og eiga stefnumót við Grýlu, Leppalúða, tröll og jólasveina á huggulegu vetrarkvöldi nú eða skella sér í Herjólfsdal og gleyma vetrarlægðunum um stund,” sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson.   (meira…)