Þór tók strandveiðibát í tog
Í morgun óskaði strandveiðibátur eftir aðstoð vegna vélarbilunar en hann var á veiðum undan Vestmannaeyjum. Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þórs í Vestmannaeyjum var ræst út og hélt Þór úr höfn rétt fyrir níu í morgun. Björgunarskipið Þór er annað af nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem afhent hafa verið, en það þriðja verður afhent í haust. […]