Hótel og afþreyingarmiðstöð í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfus og Íslenskar Fasteignir ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um fyrirhugaðar framkvæmdir við hótel og afþreyingarmiðstöð í Hafnarvík við Leirur í Þorlákshöfn. Skv samkomulaginu mun Ölfus úthluta Íslenskum Fasteignum lóð fyrir uppbyggingu fyrir allt að 180 herbergja hótel og afþreyingarmiðstöð auk smáhýsa. Stefnt er að því að hótelið verði hannað og starfrækt í nánu samstarfi […]