Þorskkvótinn að klárast og verð á þorski hækkar

Það eru ekki nema um 11 þúsund tonn eftir af þorskkvóta fiskveiðiársins 2022/2023 af þeim 168 þúsund tonnum sem úthlutað voru. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en fjöldi báta verða bundnir við bryggju þangað til. Frá þessu greinir mbl.is. Verð á fiskmörkuðum hefur hækkað eftir að strandveiðum lauk og er verð í dag á hvert […]

Þorskur, áhersla á aukin verðmæti

Það má heita ótrúlegt, að þrátt fyrir aflasamdrátt upp á heil 28 þúsund tonn, bendir allt til þess að útflutningsverðmæti þorskafurða hafi aukist í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Radarinn. Þó að þorskaflinn hafi ekki verið minni frá árinu 2014 stefnir í að árið 2022 verði eitt besta ár sögunnar þegar litið […]

Breki VE tekur þátt í stofnmælingu botnfiska að haustlagi

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar HF-200 taka tveir togarar þátt í verkefninu; Breki VE-61 og Múlaberg SI-22. Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og rs. Árni Friðriksson hefur einnig varið tveimur sólarhringum á Dohrnbanka til þorskmerkinga. Verkefnið sem er einnig […]

Matvælaráðherra bætir 1.500 tonnum af þorski við strandveiðipott

Ný reglugerð um strandveiðar hefur verið undirrituð af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Alls eru 10.000 tonn af þorski í strand­veiðipott­in­um á þessu tíma­bili, þar af 1.500 tonn sem ráðherra bætti við. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þessi ákvörðun er […]

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun í þorski

Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 256.593 […]

Guli furðuþorskurinn af Drangavík á vinsældatoppi mbl.is árið 2020

Frétt á Vinnslustöðvarvefnum um „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var birt í framhaldinu í 200 mílum á fréttavefnum mbl.is og reyndist sú mest lesna þar á bæ á öllu árinu 2020!. Þannig greinir mbl.is frá tíðindunum 10. janúar 2021. Áhöfnin á Drangavík, VSV-vefurinn og Gunnar Jónsson fiskifræðingur skrá sig þar með sameiginlega í sögubækur ársins 2020 að […]

Stofnvísitala þorsks í frjálsu falli

Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var þann 29. desember var meðal annars til umræðu nýútkomin skýrsla Hafrannsóknastofnunar:  Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2020. Niðurstaða umræðna var að vekja athygli á og lýsa áhyggjum vegna lækkunar á stofnvísitölu þorsks, sem mælist nú aðeins rúm 40% af því sem hún mældist í haustralli árið 2017. „Samkvæmt skýrslunni er stofnvísitala þorsks […]

Útflutningsverðmæti sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,6 milljörðum króna í september. Það er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar og fjallað er um á Radarnum. Þetta er rúmlega 26% aukning í krónum talið frá september í fyrra. Aukningin í erlendri mynt er minni vegna lækkunar á gengi krónunnar á tímabilinu, eða sem nemur um 10%. Af einstaka tegundum munaði […]

Strandveiðar að hefjast í skugga verðfalls

Mikið verðfall hefur orðið á fiskmörkuðum að undanförnu. Endurspeglar þetta sölutregðu á sjávarafurðum um allan heim. Gengi evru gagnvart krónu hefur hækkað um 15% frá því í september sem hefði að óbreyttu átt að leiða til verðhækkana. En svo virðist sem önnur lögmál ráði eins og almennur sölusamdráttur vegna heimsfaraldursins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda, […]

Annar furðuþorskur veiddist við Surtsey

„Ábyggilega er mun líklegra að fá stærsta lottóvinninginn en að draga furðafiska um borð á sama stað í tveimur veiðiferðum í sömu vikunni!“ segir Kjartan Guðmundsson, skipstjóri á Drangavík VE.   Áhöfnin kom með að landi á þriðjudaginn gulasta þorsk sem sést hefur, hreinasta furðufyrirbæri og einsdæmi svo vitað sé.   Í næstu veiðiferð var […]