Tekist á um tjaldsvæði

Á fundi í bæjarstjórn síðasta fimmtudag lá fyrir til umræðu og staðfestingar skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð en Eyjafréttir hafa áður fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar er hlynntur því að skoða að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Tekið verði upp samtal við ÍBV íþróttafélag um málið og gerð verði tilraun með tjöldun á vellinum […]