Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í Haustralli Hafró

Vinnslustöðvarskipin Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku bæði þátt í stofnmælingum Hafrannsóknarstofnunar á botnfiski hringinn í kringum landið núna í október, verkefni sem gjarnan er einfaldlega kallað „haustrall Hafró“. Breki lagði upp í sinn leiðangur 28. september og kom til heimahafnar 20. október, Þórunn lagði af stað 2. október og kom heim 24. október. […]

Sigurjón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur fagnar 26 ára starfsafmæli

Það á einkar vel við að birta spjall við Sigurjón Viðarsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE, einmitt í dag því liðin eru nákvæmlega 26 ár frá því  kappinn fór fyrst á sjó, þá tólf ára skólapjakkur. Þetta gerðist með öðrum orðum 23. júní 1997. Hann er sonur hjónanna Viðars Sigurjónssonar og Eyglóar Elíasdóttur, barnabarn Sigurjóns […]

Viljayfirlýsing um kaup VSV á Ós ehf. og Leo Seafood ehf.

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. og hluthafar í Ós ehf. og Leo Seafood ehf. í hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé í félögunum tveimur. Viljayfirlýsingin er með fyrirvörum um tiltekin atriði en gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að samningar þar að lútandi verði undirritaðir á næsta ári. Ós ehf. á og gerir […]

Í mokveiði af tveggja handa ufsa

Vel hefur gengið á Þórunni Sveinsdóttur VE eftir að skipið kom úr lengingu frá Danmörku fyrir rúmu ári. Nýlega landaði skipið 200 tonnum eftir tæpa fimm daga á veiðum og segir Gylfi Sigurjónsson skipstjóri að góður gangur hafi verið í veiðunum. Skipið var lengt um 6,6 metra sem skilaði meðal annars plássi fyrir 200 viðbótarkör […]

Níu frá Vestmannaeyjum lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

20200409 114314

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Að mati sérfræðinga hjá Creditinfo gæti fækkunin á […]

Allir við hesta heilsu á Þórunni

„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið […]

Hvetur útgerðir til að herða eftirlit og skimun

Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu. COVID-19 smit hafa komið upp á tveimur fiskiskipum síðustu daga. Allir skipverjar á […]

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 komin heim eftir lengingu

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi til Skagen í Danmörku í marsbyrjun á þessu ári til þess a’ láta lengja skipið um 6,6 metra. Verkið gekk vel og komu þeir í heimahöfn um klukkan fjögur í nótt. Skipasmíðatöðin Karstensens í Skagen í Danmörku sá um að lengja skipið en sú stöð smíðaði skipið árið 2010. Með lengingunni eykst […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.