Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór á Þjóðhátíð – miðasala hafin

Það ríkir alltaf spenna fyrir dagskránni á Þjóðhátíð og nú kynnir Þjóðhátíðarnefnd með stolti fyrsta listafólkið sem mun stíga á stóra sviðið í Herjólfsdal – og það eru engin smá nöfn: Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór ! Það verður svo sannarlega hægt að syngja með í brekkunni og því um að gera fyrir áhugasama að […]

Aðalfundur Kvenfélagsins Líknar

Aðalfundur Kvenfélagsins Líknar verður haldinn 6. febrúar 2023 kl: 19:00 að Faxastíg 35. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Nýjar félagskonur velkomnar. (meira…)

Í þágu 12-18 mánaða barna verður skóladagur þeirra styttur til kl. 15:00 frá næsta hausti

Fyrir fræðsluráði lá tillaga frá faghópi um gæðastarf og viðmið í leikskólum þess efnis að skóladagur yngsta aldurshóps í leikskólum sveitarfélagsins, þ.e. 12-18 mánaða, verði styttur þannig að börnin verði allajafna ekki lengur en til kl. 15:00 dag hvern í leikskólanum. Það er mat faghópsins að langur skóladagur þessa yngsta hóps er þeim íþyngjandi og […]

Stjórn ÍBV biðst afsökunar

Stjórn ÍBV biðst afsökunar á umtalaðri merkingu á tröllskessu í þrettándafagnaði í Eyjum. Skýrir verkferlar verða nú settir við undirbúning samkomunnar framvegis svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til umgjarðar fagnaðarins á þrettánda degi jóla svo ekki falli þar skuggi á eins og gerðist […]

Fréttatilkynning frá framboði Sjálfstæðisflokksins

Eftir langt kosningavor sem hófst með prófkjöri og sveitastjórnakosningum í kjölfarið, þá langar okkur að þakka Eyjamönnum fyrir góðan stuðning. Að loknum kjördegi þá höfðu 1.151 greitt okkur atkvæði sitt, eða 44,1% kjósenda sem gerir okkur að stærsta stjórnmálaaflinu í Eyjum með 4 af 9 í sveitarstjórn. Við munum fylgja eftir stefnumálum okkar á komandi […]

Vertu velkomin/n í kosningakaffi, Eurovision partý og kosningavöku Sjálfstæðisflokksins

Kæru Eyjamenn. Takk kærlega fyrir hlýju móttökurnar ykkar, samtöl og samveru undanfarnar vikur. Við viljum endilega eyða deginum með ykkur og bjóðum ykkur þess vegna að kíkja á okkur í dag eða kvöld í Akóges.   Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins 13:00-17:00 í Akóges.   Kosninga- og Eurovisionpartý Sjálfstæðisflokksins Byrjar með Eurovision partý klukkan 19:00 og svo formleg […]

Fyrir Heimaey býður þér:

Í kosningakaffi á Einsa Kalda í dag, laugardag frá klukkan 13:30 – 16:00. Allir velkomnir að kíkja á okkur og gæða sér á heimsklassa kræsingum.   Í kosningapartý í Kiwanis í kvöld, húsið opnar klukkan 21:00. Léttar veitingar, óvænt uppákoma og skemmtun í hæsta gæðaflokki. Allir velkomnir.   Skutl á kjörstað Við komum þér á […]

BREK tónleikar í ELDHEIMUM á laugardagskvöldið 7.maí kl. 20:00

BREK er ein skemmtilegasta og áhugaverðasta nýja íslenska hljómsveit landsins.  Á tónleikunum verða flutt lög af fyrstu plötu hljómsveitarinnar, sem kom út á síðasta ári og hlaut nýverið Íslensku Tónlistarverðlaunin sem Plata ársins í flokki Þjóðlaga- og heimstónlistar. Auk frumsömdu laganna verða spiluð amerísk þjóðlög og íslensk dægurlög í bland. Hljómsveitin lofar ljúfri en jafnframt góðri […]

sunnudagaskóli og guðsþjónusta falla niður

Sökum COVID-aðstæðna í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í dag. Þó heldur æskulýðsfélagið sínu striki. Við hvetjum alla til að gæta að sjálfum sér og öðrum og jafnframt að taka frá stund til að hlúa að trú sinni, hvort heldur sem er með bæn eða lestri úr ritningunni. (meira…)