Stjórn ÍBV biðst afsökunar á umtalaðri merkingu á tröllskessu í þrettándafagnaði í Eyjum. Skýrir verkferlar verða nú settir við undirbúning samkomunnar framvegis svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki.
Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til umgjarðar fagnaðarins á þrettánda degi jóla svo ekki falli þar skuggi á eins og gerðist nú, því miður.
Við höfum reynt að ná í Eddu Falak vegna málsins til að biðja hana formlega afsökunar á athæfinu, við sýnum því hins vegar fullan skilning að hún vilji ekki heyra frá okkur.
ÍBV fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst