Guðrún Erlings heldur kröftuga afmælistónleika

„Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að ég verð 60 ára þann 18. október. Ég á hlut í öllum lögunum, annað hvort bæði lag og texti  og þýðingar eða íslenska texta við erlend rokk og gospellög. Auk þess verður flutt lag sem ég samdi við rúmlega 130 ára gamalt ljóð Hannesar Hafstein og svo texti […]

Goslokatónleikar Eldheima endurteknir í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði 

Á sl. Goslokahátíð hélt valinn hópur tónlistarmanna einstaklega skemmtilega tónleika með sígildum sönglögum frá Suður-Evrópu með íslenskum textum.  Lög sem allir þekkja og elska að rifja upp. Tónleikarnir þóttu takast með eindæmum vel og því tóku menn  áskoruninni um að endurtaka viðburðinn á meginlandinu. Flytjendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera úr Eyjum eða hafa […]

Veikindi koma í veg fyrir tónleika

Tónleikar með Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar og stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur, sem voru áætlaðir í Eldheimum í dag kl. 17:00, falla niður vegna veikinda. (meira…)

Uppselt þrátt fyrir 100 aukamiða

Svo virðist sem vinsælasti viðburður í dagskrá goslokahátíðar í dag séu stórtónleikar Bjartmars Guðlaugssonar í Höllinni, en þeir hófust nú kl. 21:00 Skv. heimildum Eyjafrétta varð uppselt á tónleikana, jafnvel eftir að 100 aukamiðum var bætt í sölu. Reikna má með að um 800 manns séu nú í Höllinni að hlýða á Bjartmar og félaga […]

Rokkar feitt á Prófastinum 

Það verða alvöru rokktónleikar á gamla góða Prófastinum á föstudagskvöldið á Goslokum í ár. Hljómsveitirnar sem troða upp eru:  MOLDA  Eyjaband sem var stofnað 2020 og spilar hart melodískt rokk með íslenskum texta. Meðlimir MOLDA eru: Albert, Helgi, Þórir og Símon  Foreign Monkeys  Foreign Monkeys þarf varla að kynna en þeir vinna nú að nýrri […]

Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty á Háaloftinu í kvöld

Efnt verður til sannkallaðrar rokkveislu á Háaloftinu í kvöld, síðasta vetrardag 20. apríl kl. 20:30 þegar rokksveitir eyjanna Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty stíga á svið. Húsið opnar kl. 20:30 og er forsala enn í gangi á tix.is. Miðaverð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð. Sveitirnar lofa kraftmiklum tónleikum […]

Frítt á fjölskyldutónleika með Frikka Dór og Jóni Jónssyni í Höllinni

Kæru Eyjamenn Á morgun kl. 14 verða fjölskyldutónleikar með Frikka Dór og Jóni Jónssyni í Höllinni. Frítt er inn og allir hvattir til að mæta og eiga góðan Pálmasunnudag saman. Tónleikarnir verða um klukkustund. Um kvöldið verða síðan hefðbundnir tónleikar og er miðasala hér: https://tix.is/is/event/12647/februartonleikar-ibv/ Hlökkum til að sjá ykkur, Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar! (meira…)

Glæsilegir tónleikar í kvöld

Í kvöld fara fram tónleikar í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Húsið opnar 19:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram eru Foreign Monkeys, Júníus Meyvant, Helga, Arnór og hipparnir, Blítt og létt, Merkúr, Molda og Eyjabítlarnir. En Bjarni Ólafur er kynnir kvöldsins. Hægt verður að taka þátt í happadrætti en […]

Tilkynning frá Jóni og Frikka: Febrúartónleikum frestað!

Kæru Eyjamenn Því miður verðum við bræður að fresta komu okkar til eyja enn eina ferðina. Þessi blessaða veira ákvað einmitt að kíkja í heimsókn á versta tíma. Þetta er eins og í lygasögu. Síðast herjaði þetta á eldri en nú er það lilli bró og fjölskylda sem verður fyrir barðinu. Við stefnum á að […]

Tilkynning vegna tónleika – Átt þú kannski ekki miða eins og þú heldur?

Kæru ÍBV-arar. Nú styttist óðum í Febrúartónleika ÍBV en þeir verða nk. laugardag. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast 20.30. Er þetta þriðja tilraunin til að halda tónleika með þeim bræðrum og kann að vera að einhver hafi áður keypt miða sem nú hafa verið endurgreiddir. Þann 4. jan fengu allir sem höfðu keypt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.